Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 12:02 Víðir Reynisson í pallborðinu á Vísi VILHELM GUNNARSSON Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira