Verstappen var nánast búinn að missa sigurinn frá sér, en þegar keppnin fór aftur af stað eftir rautt flagg var Belginn nálægt því að missa bílinn í snúning. Verstappen bjargaði sér og jók forskot sitt jafnt og þétt.
Hamilton virtist hafa gefið sínum aðal keppinaut mikið forskot þegar hann missti stjórn á bílnum þegar hann reyndi að hringa George Russell.
Russell og Valtteri Bottas lentu í slæmum árekstri einum hring seinna og þegar keppnin hófst á ný náði Hamilton að klóra sig úr áttunda sæti, upp í annað sæti.
The incident that brought out red flags in Imola #ImolaGP #F1 pic.twitter.com/Z18dCPXwOZ
— Formula 1 (@F1) April 18, 2021
Hamilton bjargaði því nokkrum stigum fyrir sig og sitt lið, en hann heldur toppsætinu eftir að hann fékk stig fyrir fljótasta hringinn á Emilia Romagna.
Þetta var annar kappakstur tímabilsins, og það stefnir strax í æsispennandi sumar milli Lewis Hamilton og Max Verstappen. Næsta keppni er í Portugal eftir viku.