Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton í 2-2 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á föstudaginn. epa/Clive Brunskill Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni. Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni.
Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira