Útgöngubann í Nýju-Delí framlengt um viku Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 13:52 Fólk bíður í röð eftir sýnatöku vegna Covid-19 við sjúkrahús í Jammu. Allir eru með grímur en enginn gæti að fjarlægðarmörkum. Vikulegur fjöldi smita í Jammu hefur fjórtánfaldast í þessum mánuði. AP/Channi Anand Milljónum íbúa Nýju-Delí á Indlandi er gert að halda sig heima við í viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú um landið eins og eldur í sinu. Allar verslanir og verksmiðjur þurfa jafnframt að hætta starfsemi fyrir utan þær sem veita nauðsynlega þjónustu eins og matvöruverslanir. Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29