Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 17:48 Hér til hliðar má sjá skjáskot af umræddum smáskilaboðum sem sannarlega eru ekki frá DHL heldur óprúttnum aðilum sem fara undir fölsku flaggi. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL/Skjáskot Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL. „Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“ Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“
Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira