Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:13 Slysið varð skammt frá borginni Houston í Texas í Bandaríkjunum. EPA-EFE/LARRY W. SMITH Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur. Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur.
Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira