Segir skrifin ekki svaraverð: „Ástarbréf Árna til Róberts Wessman“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 22:20 Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri og stjórnarmaður Alvogen, sakaði Halldór um ósannindi í grein á Vísi í dag. Vísir Halldór Kristmannsson segir skrif Árna Harðarsonar, aðstoðarforstjóra Alvogen, á Vísi í dag ekki vera svaraverð. Hann segir pistilinn frekar líkjast ástarbréfi til Róberts Wessman og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkur „reiðipóstur“ komi frá Árna. Árni sagðist í grein sinni í dag vera óskaplega þreyttur að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, en sjálfur setti hann spurningarmerki við ýmislegt í frásögn hans. „Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira.“ Í svari sem Halldór sendi frá sér í kvöld segist hann lengi hafa beðið eftir „málefnalegu svari“ frá stjórnum Alvogen og Alvotexh, sem og Róberti sjálfum. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að fá að sjá niðurstöðu vegna ábendinga sinna á hendur Róberti en hafi ekki fengið svör. „Ég tel að slökkviliðið hjá Alvogen undir stjórn Árna og Róberts hafi í raun aldrei gert neina rannsóknarskýrslu og engin lögfræðistofa fáist til að setja nafn sitt við slíkan hvítþott. Við Árni höfum áður þurft að verjast ásökunum á hendur Róbert, nú síðast haustið 2020 þegar breskur blaðamaður hafði rætt við fjölmarga stjórnendur fyrirtækisins. En það er hins vegar rétt hjá Árna, að það kunna fáir þá list betur en hann sjálfur, að slökkva elda og einmitt að gera starfslokasamninga við stjórnendur sem lenda upp á kant við Róbert,“ segir Halldór. Segist hafa vitni sem „muni standa í lappirnar“ Halldór segir það undarlegt að „að ónafngreindur talsmaður Aztiq Fund“ saki sig um ósannindi og gangi svo langt að kalla hann lygara í umfjöllun Fréttablaðsins, en Aztiq Fund er fjárfestingafélag í eigu þeirra Róberts og Árna og var fréttakonan Lára Ómarsdóttir nýlega ráðin sem samskiptastjóri þess. Að sögn Halldórs eru engar upplýsingar að finna um Aztiq Fund á Íslandi sem nú sé farið að tjá sig fyrir hönd félaganna. „,Fyrirbærið er hvergi skráð hér á landi og ekki aðili að þessu máli.“ Hann segist vera „nauðbeygður“ til þess að verjast í fjölmiðlum og honum þyki dapurlegt að Árni kjósi að halda áfram með málið á þeim vettvangi. Alvogen hafi lagt fram stefnu þar sem þeir freisti þess að fá úr því skorið um hvort Halldór njóti stöðu uppljóstrara. „Í því máli mun ég leggja fram ítarleg gögn og staðfestingar á öllu því sem ég hef rætt hingað til. Árni þarf engar áhyggjur að hafa af því að til séu vitni, sem muni standa í lappirnar þegar líkamsárásir verði til umræðu fyrir dómi,“ segir Halldór. „Auðvitað liggur það fyrir að Róbert hótaði fyrrverandi samstarfsmönnum sínum lífláti og fjölskyldum þeirra, réðst í tvígang á nána samstarfsmenn með hnefahöggum og hefur borið óvildarmenn sýna þungum sökum, með andstyggilegum ásökunum. Það gefur auga leið að forstjóra sem verður uppvís að slíku, er tæplega hæfur í forystuhlutverk. Tilraun Árna til að tengja veikindi mín inn í þá umræðu er sérstaklega ósvífin.“ Hann segist vonast til að fá „fleiri ástarbréf frá Árna Harðarsyni lögfræðingi“, sem þekki vel til fyrirtækisins. „Árni sjálfur hefur gegnt ýmsum hlutverkum innan Alvogen síðustu ár. Fyrst sem starfsmaður, svo allt í einu varð hann risastór hluthafi, en svo hentaði betur að hann ætti bara lítinn hluta. Í raun hefur verið ansi flókið og erfitt að fylgjast með fléttum Árna Harðarsonar í gegnum tíðina, sem vill síður láta sannleikann þvælast fyrir sér og er ávallt reiðubúinn að haga seglum eftir vindi.“ Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Árni sagðist í grein sinni í dag vera óskaplega þreyttur að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, en sjálfur setti hann spurningarmerki við ýmislegt í frásögn hans. „Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira.“ Í svari sem Halldór sendi frá sér í kvöld segist hann lengi hafa beðið eftir „málefnalegu svari“ frá stjórnum Alvogen og Alvotexh, sem og Róberti sjálfum. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að fá að sjá niðurstöðu vegna ábendinga sinna á hendur Róberti en hafi ekki fengið svör. „Ég tel að slökkviliðið hjá Alvogen undir stjórn Árna og Róberts hafi í raun aldrei gert neina rannsóknarskýrslu og engin lögfræðistofa fáist til að setja nafn sitt við slíkan hvítþott. Við Árni höfum áður þurft að verjast ásökunum á hendur Róbert, nú síðast haustið 2020 þegar breskur blaðamaður hafði rætt við fjölmarga stjórnendur fyrirtækisins. En það er hins vegar rétt hjá Árna, að það kunna fáir þá list betur en hann sjálfur, að slökkva elda og einmitt að gera starfslokasamninga við stjórnendur sem lenda upp á kant við Róbert,“ segir Halldór. Segist hafa vitni sem „muni standa í lappirnar“ Halldór segir það undarlegt að „að ónafngreindur talsmaður Aztiq Fund“ saki sig um ósannindi og gangi svo langt að kalla hann lygara í umfjöllun Fréttablaðsins, en Aztiq Fund er fjárfestingafélag í eigu þeirra Róberts og Árna og var fréttakonan Lára Ómarsdóttir nýlega ráðin sem samskiptastjóri þess. Að sögn Halldórs eru engar upplýsingar að finna um Aztiq Fund á Íslandi sem nú sé farið að tjá sig fyrir hönd félaganna. „,Fyrirbærið er hvergi skráð hér á landi og ekki aðili að þessu máli.“ Hann segist vera „nauðbeygður“ til þess að verjast í fjölmiðlum og honum þyki dapurlegt að Árni kjósi að halda áfram með málið á þeim vettvangi. Alvogen hafi lagt fram stefnu þar sem þeir freisti þess að fá úr því skorið um hvort Halldór njóti stöðu uppljóstrara. „Í því máli mun ég leggja fram ítarleg gögn og staðfestingar á öllu því sem ég hef rætt hingað til. Árni þarf engar áhyggjur að hafa af því að til séu vitni, sem muni standa í lappirnar þegar líkamsárásir verði til umræðu fyrir dómi,“ segir Halldór. „Auðvitað liggur það fyrir að Róbert hótaði fyrrverandi samstarfsmönnum sínum lífláti og fjölskyldum þeirra, réðst í tvígang á nána samstarfsmenn með hnefahöggum og hefur borið óvildarmenn sýna þungum sökum, með andstyggilegum ásökunum. Það gefur auga leið að forstjóra sem verður uppvís að slíku, er tæplega hæfur í forystuhlutverk. Tilraun Árna til að tengja veikindi mín inn í þá umræðu er sérstaklega ósvífin.“ Hann segist vonast til að fá „fleiri ástarbréf frá Árna Harðarsyni lögfræðingi“, sem þekki vel til fyrirtækisins. „Árni sjálfur hefur gegnt ýmsum hlutverkum innan Alvogen síðustu ár. Fyrst sem starfsmaður, svo allt í einu varð hann risastór hluthafi, en svo hentaði betur að hann ætti bara lítinn hluta. Í raun hefur verið ansi flókið og erfitt að fylgjast með fléttum Árna Harðarsonar í gegnum tíðina, sem vill síður láta sannleikann þvælast fyrir sér og er ávallt reiðubúinn að haga seglum eftir vindi.“
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08
Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10
Sakar stjórnir Alvogen og Alvotech um aðgerðarleysi og hvítþvott Halldór Kristmannsson hefur sent stjórnum Alvogen og Alvotech nýja sáttartillögu, „þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á einum og sama deginum rift ráðningarsamningi fyrirvaralaust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjölmiðla og birt fréttatilkynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir ásökunum.“ 6. apríl 2021 08:57