Xi vill sanngjarnari heimsstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 10:48 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Ju Peng Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því málefnum heimsins yrðu stýrt á sanngjarnari máta og að ríki heimsins legðu ekki tálma á önnur. Hann kallaði eftir aukinni ráðfærslu milli ríkja á alþjóðasviðinu og sagði að aðskilnaður og útskúfun á heimsmarkaði væri ekki jákvæð. Þetta kom fram í ávarpi forsetans sem birt var á árlegri fjármálaráðstefnu í Asíu í morgun. Í ávarpinu sagði Xi heiminn vilja réttlæti en ekki yfirráð fárra ríkja. Xi nefndi Bandaríkin aldrei á nafn en ljóst þykir að ávarpið beindist gegn Bandaríkjamönnum. „Málefnum heimsins á að vera stýrt af öllum í gegnum ráðfærslu,“ sagði Xi. „Reglurnar eiga ekki að vera gerðar af einu eða fleiri ríkjum og þvingaðar á alla aðra.“ Sjá einnig: Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Kínverjar hafa kallað eftir breytingum á stjórnkerfi heimsins og hafa krafist stærra hlutverks til marks við stöðu ríkisins sem næst stærsta hagkerfi heims. Ráðamenn íl Kína eru sömuleiðis reiðir út í Bandaríkin og segja ríkið standa í vegi Kína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa versnað til muna á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru ummæli Xi ekki í samræmi við aðgerðir Kínverja víða. Má þar nefna ólöglegt tilkall ríkisins til nánast alls Suður-Kínahafs, og landamæradeilur við Japan, Filippseyjar, Indland og önnur ríki. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Xi hét því að Kína myndi aldrei sækjast eftir yfirburðum yfir öðrum ríkjum, sama hvernig ríkið þróaðist, og myndi ekki vilja víkka út landamæri sín eða taka þátt í vopnakapphlaupum. Kína er það ríkið sem ver næst mestu til varnarmála í heiminum hafa Kínverjar staðið í umfangsmikilli nútímavæðingu á herafla sínum undanfarin ár. Þá vinnur ríkið að þróun langdrægra eldflauga, kafbáta, orrustuþota og alls konar vopnum, eins og önnur ríki. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggjum af hraðri þróun hers Kína. Þá talaði Xi fyrir áframhaldandi hnattvæðingu og gegn útskúfun og aðskilnaði á heimsmarkaði. Hann sagði að það að reisa veggi í alþjóðaviðskiptum kæmi niður á öllum. Bandaríkin og önnur ríki hafa sakað Kína um ósanngjarna viðskiptahætti. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur ýtt á önnur lýðræðisríki að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Á föstudaginn ræddi Biden við Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, og var Kína þar efst á lista umræðuefna. Biden og Suga sammæltust um að ríkin myndu vinna saman í þróun 5G samskiptakerfa, gervigreindar og varðandi framboð hálfleiðara, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Reuters-fréttaveitunnar segir að samhliða því að Bandaríkin eigi í viðræðum við önnur lýðræðisríki, efli Kínverjar samskipti sín við einræðisríki og smærri ríki í Suðaustur-Asíu, sem er efnahagslega háð Kína. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi forsetans sem birt var á árlegri fjármálaráðstefnu í Asíu í morgun. Í ávarpinu sagði Xi heiminn vilja réttlæti en ekki yfirráð fárra ríkja. Xi nefndi Bandaríkin aldrei á nafn en ljóst þykir að ávarpið beindist gegn Bandaríkjamönnum. „Málefnum heimsins á að vera stýrt af öllum í gegnum ráðfærslu,“ sagði Xi. „Reglurnar eiga ekki að vera gerðar af einu eða fleiri ríkjum og þvingaðar á alla aðra.“ Sjá einnig: Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Kínverjar hafa kallað eftir breytingum á stjórnkerfi heimsins og hafa krafist stærra hlutverks til marks við stöðu ríkisins sem næst stærsta hagkerfi heims. Ráðamenn íl Kína eru sömuleiðis reiðir út í Bandaríkin og segja ríkið standa í vegi Kína. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa versnað til muna á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru ummæli Xi ekki í samræmi við aðgerðir Kínverja víða. Má þar nefna ólöglegt tilkall ríkisins til nánast alls Suður-Kínahafs, og landamæradeilur við Japan, Filippseyjar, Indland og önnur ríki. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Xi hét því að Kína myndi aldrei sækjast eftir yfirburðum yfir öðrum ríkjum, sama hvernig ríkið þróaðist, og myndi ekki vilja víkka út landamæri sín eða taka þátt í vopnakapphlaupum. Kína er það ríkið sem ver næst mestu til varnarmála í heiminum hafa Kínverjar staðið í umfangsmikilli nútímavæðingu á herafla sínum undanfarin ár. Þá vinnur ríkið að þróun langdrægra eldflauga, kafbáta, orrustuþota og alls konar vopnum, eins og önnur ríki. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggjum af hraðri þróun hers Kína. Þá talaði Xi fyrir áframhaldandi hnattvæðingu og gegn útskúfun og aðskilnaði á heimsmarkaði. Hann sagði að það að reisa veggi í alþjóðaviðskiptum kæmi niður á öllum. Bandaríkin og önnur ríki hafa sakað Kína um ósanngjarna viðskiptahætti. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur ýtt á önnur lýðræðisríki að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Á föstudaginn ræddi Biden við Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, og var Kína þar efst á lista umræðuefna. Biden og Suga sammæltust um að ríkin myndu vinna saman í þróun 5G samskiptakerfa, gervigreindar og varðandi framboð hálfleiðara, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt Reuters-fréttaveitunnar segir að samhliða því að Bandaríkin eigi í viðræðum við önnur lýðræðisríki, efli Kínverjar samskipti sín við einræðisríki og smærri ríki í Suðaustur-Asíu, sem er efnahagslega háð Kína.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45 Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. 18. apríl 2021 09:45
Segir aumingjaskap að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara Alþjóðastjórnmálafræðingur segir það aumingjaskap af hálfu kínverskra stjórnvalda að beina þvingunaraðgerðum gegn almennum borgara hér á landi. Um sé að ræða ágreining sem eigi að ræða á vettvangi stjórnmála. 17. apríl 2021 20:31
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15
Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. 15. apríl 2021 12:51
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29