Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 13:32 Hér má sjá þau Thomas Pesquet, Megan McArthur, Shane Kimbrough og Akihiko Hoshide í búningum SpaceX, sem þau munu klæðast við geimskotið á fimmtudaginn. SpaceX Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim. Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA. Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Þeir sem eru á leið út í geim að þessu sinni eru Shane Kimbrough og Megan McArthur frá NASA, Akihiko Hoshide, frá Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Thomas Pesquet, frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug SpaceX frá Kennedy Space Center í Flórída. Sama eldflaug var notuð til að skjóta fjórum geimförum til geimstöðvarinnar í nóvember. Sjá einnig: Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Til stendur að reyna að lenda eldflauginni á drónaskipinu Of Course I Still Love You undan ströndum Flórída. Geimfararnir munu ferðast í Dragon-geimfari SpaceX og er það sama geimfar og var notað til að skjóta þeim Robert Behnken og Douglas Hurley til geimstöðvarinnar í lok maí í fyrra. Það var fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011 og í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendi menn út í geim. Samkvæmt tilkynningu á vef SpaceX mun það taka um tuttugu klukkustundir fyrir geimfarana að komast til geimstöðvarinnar. Þegar þeim áfanga verði náð, þá verði tvö Dragon-geimför tengd geimstöðinni og verður það sömuleiðis í fyrsta sinn sem það gerist. Skotglugginn svokallaði, það er tímaramminn sem til greina kemur að skjóta geimförunum á loft, opnast klukkan 10:11 á fimmtudagsmorgun. Veðursérfræðingar geimhers Bandaríkjanna segja litlar líkur á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið. Varaskotglugginn opnast 9:39 á föstudagsmorgun. Nú eru sjö manns um borð í geimstöðinni frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan. Þar af eru fjórir geimfarar sem SpaceX skaut á loft í nóvember og eiga þau snúa aftur til jarðar á miðvikudaginn 28. apríl. Sjá má hverjir eru um borð í geimstöðinni og frekari upplýsingar hér á vef NASA.
Geimurinn SpaceX Tækni Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. 12. apríl 2021 12:38
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför á braut um jörðu Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. 18. janúar 2021 12:06
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. 27. desember 2020 22:20