HAF hjónin völdu brass og marmara fyrir nýja verslun Laugar Spa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2021 15:31 World Class opnaði í vikunni nýja verslun og sína átjándu stöð. Laugar Spa Fyrsta verslun Laugar Spa Organic Skincare var opnuð fyrr í vikunni í Kringlunni. Það eru smekklegu HAF hjónin Karitas og Hafsteinn sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur við hlið World Class við inngang gömlu Borgarkringlunnar, þar sem áður var leikfangaverslun. „Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París,“ segir Karitas um hönnunina. „Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.“ Hingað til hafa Laugar Spa vörurnar aðeins verið til sölu á netinu og í World Class stöðvunum, sem nú eru orðnar 18 talsins eftir að þessi nýja stöð í Kringlunni opnaði. „Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, ætlaðar báðum kynum. Vörurnar eru unnar að mestu úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og er handunnin frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum,“ segir í tilkynningu um nýju verslunina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af hönnun HAF hjónanna. Brass búðarborð er staðsett úti á miðju gólfi.Laugar Spa Neon skilti setja svip á búðargluggann.Laugar Spa Vaskurinn er einstaklega smekklegur og öðruvísi.Laugar Spa Tíska og hönnun Tengdar fréttir Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31 Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30 Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Það eru smekklegu HAF hjónin Karitas og Hafsteinn sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur við hlið World Class við inngang gömlu Borgarkringlunnar, þar sem áður var leikfangaverslun. „Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París,“ segir Karitas um hönnunina. „Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.“ Hingað til hafa Laugar Spa vörurnar aðeins verið til sölu á netinu og í World Class stöðvunum, sem nú eru orðnar 18 talsins eftir að þessi nýja stöð í Kringlunni opnaði. „Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, ætlaðar báðum kynum. Vörurnar eru unnar að mestu úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og er handunnin frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum,“ segir í tilkynningu um nýju verslunina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af hönnun HAF hjónanna. Brass búðarborð er staðsett úti á miðju gólfi.Laugar Spa Neon skilti setja svip á búðargluggann.Laugar Spa Vaskurinn er einstaklega smekklegur og öðruvísi.Laugar Spa
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31 Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30 Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni. 9. febrúar 2021 12:31
Karitas og Hafsteinn innréttuðu íbúðir við Sjónarveg Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, eigendur HAF Store og HAF Studio, innréttuðu á dögunum íbúðir við Sjónarveg í Urriðaholti. Leitast var við að hafa létt, hlýlegt og klassískt yfirbragð á íbúðunum. 14. maí 2020 20:30
Fallegt heimili arkitektahjónanna í HAF Store við Sólvallagötu Í síðasta þætti af Heimsókn með Sindra Sindrasyni leit hann við arkitekta hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store. 13. mars 2020 12:32