Telja að áhorf muni rúmlega þrefaldast með auðveldara aðgengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2021 15:46 Það stefnir í að töluvert fleiri fylgist með Dagnýju Brynjarsdóttur og Maríu Þórisdóttur á næstu leiktíð. Zac Goodwin/Getty Images Ný rannsókn sýnir að áhorf á kvennaknattspyrnu gæti aukist um að allt að 350 prósent með auknu aðgengi og sýnileika. The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira