Dramatískur sigur í fyrsta leiknum eftir brott­rekstur Mourin­ho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Bale skoraði fyrra mark Tottenham. Hér sést hann ásamt Ryan Mason, tímabundnum stjóra Tottenham.
Gareth Bale skoraði fyrra mark Tottenham. Hér sést hann ásamt Ryan Mason, tímabundnum stjóra Tottenham. Clive Rose/Getty Images

Tottenham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í kvöld en þetta var fyrsti leikur félagsins eftir að Jose Mourinho var rekinn.

Jose Mourinho var rekinn í byrjun vikunnar og það var hinn 29 ára gamli Ryan Mason sem stýrði Tottenham í fyrsta skipti í dag. Hann mun stýra liðinu fram á sumar.

Það var liðinn hálftími er gestirnir frá Southampton komust yfir. Eftir stoðsendingu James Ward-Prowse kom Danny Ings boltanum í netið og þeir leiddu 1-0 í hálfleik.

Gareth Bale fékk tækifæri í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með marki eftir klukkutímaleik. Stundarfjórðungi síðar virtust Tottenham vera komist yfir en rangstaða var dæmt á Heung-Min Son.

Það var hins vegar Son sem skoraði sigurmarkið í vítaspyrnu á 90. mínútu eftir að Moussa Djenepo braut á Harry Winks. Lokatölur 2-1.

Tottenham er í sjötta sætinu með 53 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea, sem á leik til góða. Southampton er í fjórtánda sætinu með 36 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira