Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 12:55 Pútín Rússlandsforseti býr sig undir að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins í morgun. AP/Dmitrí Astakhov/Spútník Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi. Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja eru í lægstu lægðum um þessar mundir. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga frá 2014 og þá hafa tilræði Rússa gegn Sergei Skrípal á Englandi árið 2018 og Alexei Navalní í fyrra, kosningaafskipti og tölvuárásir þeirra gert samskiptin enn stirðari. Þá er nú vaxandi spenna vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu en þeir hafa stutt við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðu landinu frá því að þeir innlimuðu Krímskaga. Þrátt fyrir allt þetta hélt Pútín því fram í stefnuræðu sinni að hann sæktist eftir „góðum samskiptum“ við vestræn ríki og að síst vildi hann brenna brýr að baki sér. Sakaði hann vestræn ríki um einelti í garð Rússlands með „ólöglegum og pólitískum“ refsiaðgerðum sem sé ætlað að koma fram vilja þeirra gagnvart öðrum. „En ef einhver misskilur góðan ásetning okkar sem skeytingarleysi eða veikleika og reynir að brenna eða jafnvel sprengja þessar brýr upp ættu þeir að vita að viðbrögð Rússlands verða ósamhverf, snögg og harkaleg,“ hótaði Rússlandsforseti. Rússar muni sjálfir ákveða hvar mörkin liggja í samskiptum þeirra við vestræn ríki í hverju tilfelli fyrir sig, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Pútín. „Þeir sem standa fyrir ögrunum sem ógna grundvallaröryggishagsmunum Rússlands munu iðrast gjörða sinna sem aldrei fyrr,“ sagði forsetinn í hátt í áttatíu mínútna langri ræðu. Sakar vesturlönd um aðkomu að meintri valdaránstilraun Pútín virtist setja refsiaðgerðir vestrænna ríkja í samhengi við meinta valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta tilkynnti að hún hefði stöðvað fyrirhugað morðtilræði við forsetann sem Bandaríkjastjórn stæði að baki um helgina. Rússneska leyniþjónustan FSB hefði aðstoðað við að stöðva ráðabruggið. „Óréttlát beiting refsiaðgerða verður nú að einhverju hættulegra: valdaránstilraun í Hvíta-Rússlandi,“ sagði Pútín í ræðu sinni. Pútín hefur staðið þétt við bakið á Lúkasjenka sem hefur reynt að bæla niður mikið andóf allt frá því að hann lýsti sjálfan sig sigurvegara forsetakosninga í fyrra. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi andófsfólks í Hvíta-Rússlandi sem er í útlegð, vísaði ásökunum Lúkasjenka um morðtilræði gegn sér á bug og lýsti þeim sem „ögrun“. „Sú aðferð að skipuleggja valdarán og leggja á ráðin um pólitísk morð á hátt settum embættismönnum er of mikið og fer út fyrir öll mörk,“ sagði Pútín sem vestræn stjórnvöld telja að hafi persónulega fyrirskipað banatilræðin við Skrípal og Navalní. Minntist hvorki á Navalní né mótmælin Nafn Alexei Navalní, stjórnarandstæðingsins sem rússnesk yfirvöld halda í fangelsi, fór ekki um varir Pútín í ræðunni. Stuðningsmenn Navalní skipulögðu mótmæli um allt Rússland í dag til þess að krefjast þess að hann fái viðunandi læknisþjónustu. Stjórnarandstæðingurinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til þess að knýja á um að hann fái meðhöndlun vegna mikilla bak- og fótverkja. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg og lét handtaka nána bandamenn Navalní í morgun. Hún hefur áður látið leysa upp mótmæli til stuðnings Navalní með ofbeldi.
Rússland Úkraína Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“