Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 15:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59