Þrjú mörk, tvö rauð spjöld og City skrefi nær titlinum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2021 21:09 Rodri skoraði sigurmark City í kvöld. Hér fagnar hann með Bernardo. Carl Recine/Getty Manchester City steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum með 2-1 sigri á Aston Villa á útivelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema tuttugu sekúndur er Villa komst yfir. Þá skoraði John McGinn eftir undirbúning Ollie Watkins. Villa-menn voru þó ekki lengi yfir því á 22. mínútu hafði hinn magnaði Phil Foden jafnaði metin eftir sendingu Bernardo Silva. Silva lagði einnig upp annað mark leiksins en það skoraði Rodri. City missti þó mann af velli fyrir hlé er John Stones fékk beint rautt spjald. Jafnt varð í liðum á 57. mínútu er Matty Cash fékk sitt annað gula spjald á þremur mínútum en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1 sigur City. City er með ellefu stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar en United á leik til góða. Villa er í ellefta sætinu með 44 stig. FT Aston Villa 1-2 Man CityTwo first half goals secured the win for Manchester City - and moved them one step closer to another Premier League title!📲 Live updates ⤵️#AVLMCI #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2021 Fótbolti Enski boltinn
Manchester City steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum með 2-1 sigri á Aston Villa á útivelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema tuttugu sekúndur er Villa komst yfir. Þá skoraði John McGinn eftir undirbúning Ollie Watkins. Villa-menn voru þó ekki lengi yfir því á 22. mínútu hafði hinn magnaði Phil Foden jafnaði metin eftir sendingu Bernardo Silva. Silva lagði einnig upp annað mark leiksins en það skoraði Rodri. City missti þó mann af velli fyrir hlé er John Stones fékk beint rautt spjald. Jafnt varð í liðum á 57. mínútu er Matty Cash fékk sitt annað gula spjald á þremur mínútum en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1 sigur City. City er með ellefu stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar en United á leik til góða. Villa er í ellefta sætinu með 44 stig. FT Aston Villa 1-2 Man CityTwo first half goals secured the win for Manchester City - and moved them one step closer to another Premier League title!📲 Live updates ⤵️#AVLMCI #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2021