Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:07 Lilja Alfreðsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson lögðu hornsteininn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. Húsið mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þar verða meðal annars sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á íslenskum skinnhandritum. Þrír forsetar. Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson voru meðal gesta við athöfnina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áætlað er að húsið verði afhent eigendum sumarið 2022 en það þarf að standa autt í eitt ár til að rétt rakastig verði í húsinu. Því er flutningur í húsið áætlaður eftir rúm tvö ár. Hátíðarbragur var við athöfnina í dag. Þar sátu meðal annars þrír forsetar íslenska lýðveldisins saman. Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, flutti ljóð sitt „Við hornstein að Húsi íslenskunnar“ sem er óður til íslensku tungunnar og hússins sem mun geyma arf tungumálsins. Hlusta má á flutning Bergsveins hér fyrir neðan Klippa: Við hornstein að Húsi íslenskunnar Menning Forseti Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Háskólar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Húsið mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þar verða meðal annars sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á íslenskum skinnhandritum. Þrír forsetar. Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson voru meðal gesta við athöfnina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áætlað er að húsið verði afhent eigendum sumarið 2022 en það þarf að standa autt í eitt ár til að rétt rakastig verði í húsinu. Því er flutningur í húsið áætlaður eftir rúm tvö ár. Hátíðarbragur var við athöfnina í dag. Þar sátu meðal annars þrír forsetar íslenska lýðveldisins saman. Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, flutti ljóð sitt „Við hornstein að Húsi íslenskunnar“ sem er óður til íslensku tungunnar og hússins sem mun geyma arf tungumálsins. Hlusta má á flutning Bergsveins hér fyrir neðan Klippa: Við hornstein að Húsi íslenskunnar
Menning Forseti Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Háskólar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira