„Við höldum áfram að vinna í málinu. Verkefnið er í biðstöðu,“ sagði Perez í viðtali í dag. Sem stendur eru Real Madrid, Barcelona og Juventus einu þrjú liðin sem hafa ekki dregið þátttöku sína í „ofurdeild Evrópu“ til baka.
Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur hins vegar sagt að verkefnið geti ekki haldið áfram þar sem níu af tólf liðum séu hætt við.
Perez var í viðtali hjá spænskri útvarpsstöð þar sem Perez sagði: „Þú getur ekki losað þig undan samningum eins og þessum. Þetta eru bindandi samningar.“
Hinn 74 ára gamli Perez svaraði hins vegar ekki aðspurður hver refsingin væri við því að brjóta samninginn. Hann hélt sig svo við að stofnun „ofurdeildarinnar“ væri til að bjarga fótboltanum.
Perez sagðist vera vonsvikinn yfir viðbrögðum verkefnisins þar sem félögin höfðu verið að vinna að því í þrjú ár.
„Ég hef verið í fótbolta í 20 ár og aldrei séð hótanir líkar þessum. Það var eins og við hefðum drepið einhvern. Það var eins og við hefðum drepið fótbolta. En við höldum áfram að reyna finna út hvernig við getum bjargað fótboltanum,“ sagði Perez að endingu.