Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2021 12:35 68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur. Vísir/Vilhelm Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. Um er að ræða upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Einstakar sektir hafa numið frá 50 þúsund krónum til 350 þúsund króna. Algengustu sektarfjárhæðirnar eru 50 þúsund og 250 þúsund. Í heildina hafa verið 122 brot gegn sóttkví og einangrun. 193 brot gegn sóttvörnum og 6.021 tilkynningar til lögreglu vegna gruns um brot. 62 brot eru vegna þess að einstaklingar fara út af heimili án þess að brýna nauðsyn bert til að fara á mannamót eða staði þar sem margir komu saman. 15 brot eru vegna þess að einstaklingur með staðfesta sýkingu eða ætla má að kunni að vera smitaður sinnir ekki einangrun. Þar af eru tvö tilvik það sem af eru þessu ári. 68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur. Flestir á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin eru tengd einstaklingum sem eru að ferðast yfir landamæri, 83% brota í heildina en öll brot sem skráð hafa verið á þessu ári. Brot á þessu árið eru í rúmlega 63% tilvika tengd ferðamönnum en 37% tilvika öðrum s.s. erlendum verkamönnum, íþróttamönnum eða öðrum sem koma hingað til starfa. Tæp 70 prósent þeirra sem hafa verið kærðir brot eru með erlent ríkisfang en 30 prósent íslenskt. 57 prósent þeirra sem hafa verið kærðir eru búsettir á Íslandi en 43 prósent búsettir erlendis. 40 einstaklingar með íslenskt ríkisfang hafa verið grunaðir um brot á sóttkví eða einangrun, 20 með pólskt ríkisfang, 16 með rúmenskt ríkisfang, 12 með breskt ríkisfang og 12 með spænskt ríkisfang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Um er að ræða upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Einstakar sektir hafa numið frá 50 þúsund krónum til 350 þúsund króna. Algengustu sektarfjárhæðirnar eru 50 þúsund og 250 þúsund. Í heildina hafa verið 122 brot gegn sóttkví og einangrun. 193 brot gegn sóttvörnum og 6.021 tilkynningar til lögreglu vegna gruns um brot. 62 brot eru vegna þess að einstaklingar fara út af heimili án þess að brýna nauðsyn bert til að fara á mannamót eða staði þar sem margir komu saman. 15 brot eru vegna þess að einstaklingur með staðfesta sýkingu eða ætla má að kunni að vera smitaður sinnir ekki einangrun. Þar af eru tvö tilvik það sem af eru þessu ári. 68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur. Flestir á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin eru tengd einstaklingum sem eru að ferðast yfir landamæri, 83% brota í heildina en öll brot sem skráð hafa verið á þessu ári. Brot á þessu árið eru í rúmlega 63% tilvika tengd ferðamönnum en 37% tilvika öðrum s.s. erlendum verkamönnum, íþróttamönnum eða öðrum sem koma hingað til starfa. Tæp 70 prósent þeirra sem hafa verið kærðir brot eru með erlent ríkisfang en 30 prósent íslenskt. 57 prósent þeirra sem hafa verið kærðir eru búsettir á Íslandi en 43 prósent búsettir erlendis. 40 einstaklingar með íslenskt ríkisfang hafa verið grunaðir um brot á sóttkví eða einangrun, 20 með pólskt ríkisfang, 16 með rúmenskt ríkisfang, 12 með breskt ríkisfang og 12 með spænskt ríkisfang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira