Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2021 18:33 Atli Ævar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í dag. vísir/bára Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. Selfyssingar byrjuðu leikinn mun betur og komust fljótt í 3-0. Íslandsmeistararnir virtust ætla að leika sér að botnliði ÍR, en fljótlega kom stífla í sóknarleik heimamanna. Gestirnir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar var staðan orðin jöfn, 7-7. Selfyssingar tóku ekki strax við sér og sóknarleikur þeirra var oft á tíðum vandræðalegur. Mikið um tapaða bolta og ÍR-ingar héldu í við heimamenn. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum náðu Selfyssingar þó loks að endurheimta forskot sitt. Þeir skoruðu seinustu þrjú mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 10-9 í 13-9, en þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. Það lék enginn vafi á því að liðin voru að koma til baka eftir pásu, og leikur beggja liða oft á tíðum ryðgaður. Selfyssingar héldu forystunni út allan leikinn, og kláruðu að lokum fimm marka sigur. ÍR-ingar fengu nokkur tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn, en Vilius Rasimas stóð vaktina vel í marki heimamanna. Ekki í fyrsta sinn sem Vilius á góðan leik, en hann endaði með 46% markvörslu. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri í leiknum. Marga lykilmenn vantaði í lið heimamanna, og það sást oft á tíðum að leikur þeirra var ekki upp á sitt besta. Það kom þó ekki að sök, og fínn varnarleikur með Vilius í stuði í markinu skilaði Selfyssingum auðveldum mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir átti Vilius Rasimas góðan dag í marki Selfyssinga. Atli Ævar Ingólfsson átti líka flottan leik í sókninni hjá heimamönnum og skoraði átta mörk úr níu skotum. Í liði gestanna átti Úlfur Kjartansson fínan leik. Hann skoraði sex mörk úr sjö skotum og var heilt yfir góður í dag. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag bar þess merki að liðin hafi verið að koma til baka eftir pásu. Bæði lið töpuðu boltanum full oft og nýting í dauðafærum hefði getað verið betri ef menn væru í topp standi. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta föstudag. ÍR-ingar fá Gróttu í heimsókn þar sem þeir freista þess enn einu sinni að ná í sín fyrstu stig. Selfyssingar sigla til Vestmannaeyja þar sem að ÍBV bíða þeirra. Alvöru Suðurlandsslagur þar sem baráttan um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni er að harðna. Kristinn Björgúlfsson: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var ánægður með sína menn þrátt fyrir tap.VÍSIR/VILHELM „Það er aldrei gaman að tapa,“ sagði Kristinn eftir leikinn í dag. „Þetta hefur kannski verið svona okkar verkefni í ár, en heilt yfir er ég ánægðu með stákana.“ ÍR lenti snemma undir í leiknum, en náðu að vinna það upp og jafna leikinn um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir það voru þeir skrefi á eftir og Kristinn segir að sínir menn verði að nýta færin betur ef þeir ætla sér að vinna leiki. „Það er bara gömul saga og ný að við klikkum alltaf á dauðafærunum þegar við getum jafnað eða komist yfir. Þetta liggur alltaf í dauðafærunum því miður, og það er dýrt fyrir okkur að klikka á dauðafærunum.“ Olís-deildin var að hefjast aftur eftir enn eina pásuna, og Kristinn segir að leikmennirnir finni mikið fyrir þessum stoppum. „Þetta er erfitt og það er erfitt að vera í þeirri stöðu sem við erum í. Við erum búnir að tapa núna 16 í röð, en strákarnir mega eiga það að það er ótrúlegt hvað þeir eru ferskir og flottir á æfingum og hvað þeir nenna að leggja á sig því að þetta er ekki skemmtilegt.“ ÍR-ingar fá Gróttu í heimsókn á föstudaginn og Kristinn er bjartsýnn á að ná í sín fyrstu stig þar. „Ég er alltaf bjartsýnn á að ná í stig og við förum í hvern einasta leik til þess að reyna að vinna. Það breytist ekkert þó það heiti Grótta, Haukar eða Selfoss.“ Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt Halldór Jóhann segir að endurtekin stopp hafi slæm áhrif á leikmenn Olís deildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“ Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. Selfyssingar byrjuðu leikinn mun betur og komust fljótt í 3-0. Íslandsmeistararnir virtust ætla að leika sér að botnliði ÍR, en fljótlega kom stífla í sóknarleik heimamanna. Gestirnir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar var staðan orðin jöfn, 7-7. Selfyssingar tóku ekki strax við sér og sóknarleikur þeirra var oft á tíðum vandræðalegur. Mikið um tapaða bolta og ÍR-ingar héldu í við heimamenn. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum náðu Selfyssingar þó loks að endurheimta forskot sitt. Þeir skoruðu seinustu þrjú mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 10-9 í 13-9, en þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. Það lék enginn vafi á því að liðin voru að koma til baka eftir pásu, og leikur beggja liða oft á tíðum ryðgaður. Selfyssingar héldu forystunni út allan leikinn, og kláruðu að lokum fimm marka sigur. ÍR-ingar fengu nokkur tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn, en Vilius Rasimas stóð vaktina vel í marki heimamanna. Ekki í fyrsta sinn sem Vilius á góðan leik, en hann endaði með 46% markvörslu. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri í leiknum. Marga lykilmenn vantaði í lið heimamanna, og það sást oft á tíðum að leikur þeirra var ekki upp á sitt besta. Það kom þó ekki að sök, og fínn varnarleikur með Vilius í stuði í markinu skilaði Selfyssingum auðveldum mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir átti Vilius Rasimas góðan dag í marki Selfyssinga. Atli Ævar Ingólfsson átti líka flottan leik í sókninni hjá heimamönnum og skoraði átta mörk úr níu skotum. Í liði gestanna átti Úlfur Kjartansson fínan leik. Hann skoraði sex mörk úr sjö skotum og var heilt yfir góður í dag. Hvað gekk illa? Leikurinn í dag bar þess merki að liðin hafi verið að koma til baka eftir pásu. Bæði lið töpuðu boltanum full oft og nýting í dauðafærum hefði getað verið betri ef menn væru í topp standi. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næsta föstudag. ÍR-ingar fá Gróttu í heimsókn þar sem þeir freista þess enn einu sinni að ná í sín fyrstu stig. Selfyssingar sigla til Vestmannaeyja þar sem að ÍBV bíða þeirra. Alvöru Suðurlandsslagur þar sem baráttan um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni er að harðna. Kristinn Björgúlfsson: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var ánægður með sína menn þrátt fyrir tap.VÍSIR/VILHELM „Það er aldrei gaman að tapa,“ sagði Kristinn eftir leikinn í dag. „Þetta hefur kannski verið svona okkar verkefni í ár, en heilt yfir er ég ánægðu með stákana.“ ÍR lenti snemma undir í leiknum, en náðu að vinna það upp og jafna leikinn um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir það voru þeir skrefi á eftir og Kristinn segir að sínir menn verði að nýta færin betur ef þeir ætla sér að vinna leiki. „Það er bara gömul saga og ný að við klikkum alltaf á dauðafærunum þegar við getum jafnað eða komist yfir. Þetta liggur alltaf í dauðafærunum því miður, og það er dýrt fyrir okkur að klikka á dauðafærunum.“ Olís-deildin var að hefjast aftur eftir enn eina pásuna, og Kristinn segir að leikmennirnir finni mikið fyrir þessum stoppum. „Þetta er erfitt og það er erfitt að vera í þeirri stöðu sem við erum í. Við erum búnir að tapa núna 16 í röð, en strákarnir mega eiga það að það er ótrúlegt hvað þeir eru ferskir og flottir á æfingum og hvað þeir nenna að leggja á sig því að þetta er ekki skemmtilegt.“ ÍR-ingar fá Gróttu í heimsókn á föstudaginn og Kristinn er bjartsýnn á að ná í sín fyrstu stig þar. „Ég er alltaf bjartsýnn á að ná í stig og við förum í hvern einasta leik til þess að reyna að vinna. Það breytist ekkert þó það heiti Grótta, Haukar eða Selfoss.“ Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt Halldór Jóhann segir að endurtekin stopp hafi slæm áhrif á leikmenn Olís deildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti