Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 12:31 Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar