Körfubolti

„Skák og mát“ Finns skilaði sigri á Egils­stöðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson gerði góða hluti fyrir austan á fimmtudagskvöldið.
Finnur Freyr Stefánsson gerði góða hluti fyrir austan á fimmtudagskvöldið. vísir/bára

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóri yfir, í þætti sínum á föstudagskvöldið, yfir ástæðurnar af hverju Valsmenn fóru með sigur af hólmi á Egilsstöðum á fimmtudag.

Heimamenn byrjuðu betur en Valsmenn snéru vð taflinu og komust frá Egilsstöðum með stigin tvo í pokanum.

Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson fóru yfir það helsta úr leiknum.

Þar á meðal ræddu þeir frammistöðu Sinisa Bilic sem skilaði ansi góðu framlagi í leiknum, eftir að hafa komið af bekknum.

„Hann er betri þegar hann kemur af bekknum. Hann kom inn á í erfiðri stöðu, hann og Jón Arnór, og þá breyttist leikurinn. Þeir voru báðir mjög góðir og voru búnir að setja fjórtán eða fimmtán stig á nokkrum mínútum,“ sagði Teitur.

Eftir það fór Kjartan Atli yfir það hvernig Valsmenn teymdu Sigurð Gunnar Þorsteinsson lengra út úr teignum til þess að verjast Bilic með góðum árangri.

„Þarna er Finnur í smá skák og þetta var eiginlega skák og mát,“ sagði Kjartan er hann fór yfir þessar færslur Valsmanna.

Hluta af umræðunni um leik Hattar og Vals má sjá hér að neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Val og Hött

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×