„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 15:59 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent