Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 17:01 Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt að því að opna snemma í sumar. Á veggnum eru múrsteinaflísar sem Jón Mýrdal flutti inn frá Englandi. Þær er gamlar og framleiddar í kringum árið 1910 og eru úr gömlum iðnaðarhúsnæði. Aðsend Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. „Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira