Björgum heilbrigðiskerfinu Sigurgeir Jónasson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Þessi þrjú rekstrarform mynda heildarmynd íslenska heilbrigðiskerfisins. Það rekstrarform sem nú á mest undir högg að sækja er einkarekstur með samning en þar eru tækifærin jafnframt mest. Heimsfaraldur COVID-19, veirunnar skæðu, hefur ekki einungis sýnt okkur mikilvægi þess að vera með öflugt heilbrigðiskerfi heldur höfum við séð hve nauðsynlegt það er að einkaaðilar fái að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Öllum ætti að vera orðið ljóst að án aðkomu einkaaðila hefðum við ekki meðhöndlað þessar aðstæður jafn vel og raun ber vitni. Sumir sjá vandamál en við sjáum lausnir Hluti fólks sér aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sem vandamál þegar hið rétta er að aukinn einkarekstur er lausnin við mörgum af þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið okkar glímir við. Helsta forgangsmál hins opinbera handan við COVID storminn ætti að vera að setja aukinn kraft í Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og gera þeim auðveldara að semja við fleiri einkarekna aðila í heilbrigðisþjónustu. Í sjúkratryggingakerfi fær sjúklingurinn val um það hvar hann sækir sér þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hvort sem það er í opinberum rekstri eða einkarekstri, vegna þess að sjúklingurinn er tryggður undir báðum rekstrarformum. Það sem þarf að gera er tvíþætt. Annars vegar þarf að semja við einkaaðila til að koma þeim úr rekstrarformi einkareksturs án samnings og opna dyr fleiri að þeirra þjónustu, til dæmis sálfræðinga, tannlækna, sjúkraþjálfara og sambærilega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf að hleypa fleiri einkaaðilum að borðinu, til dæmis við ýmis konar þjónustu skurð- og sérfræðilækna sem nú er í opinberum rekstri. Jákvæðar keðjuverkanir Sífellt berast fréttir þess efnis að Landspítalinn sé yfirfullur, það skorti fjármagn, starfsfólk sé undir miklu álagi og að fresta þurfi mikilvægum aðgerðum svo nokkur dæmi séu tekin. Auðvelt væri að bæta úr þeim vandamálum. Það sem þarf að gera er að skilgreina og forgangsraða brýnustu heilbrigðisþjónustunni á Landspítalanum og hafa hana í opinberum rekstri á sama tíma og SÍ semur við einkaaðila um veitingu á almennt valkvæðari heilbrigðisþjónustu. Þetta fyrirkomulag hleypir jákvæðri keðjuverkun af stað sem smitast út í allt heilbrigðiskerfið. Þegar Sjúkratryggingar Íslands semja við eina einkarekna skurðstofu geta sjúklingar sótt sér þjónustu þangað. Við það losnar rými á Landspítalanum á sama tíma og álagið minnkar, biðlistar styttast og fjármunir sparast með auknu hagræði. Landspítalinn getur þá einbeitt sér betur að sinni lífsnauðsynlegu heilbrigðisþjónustu og er betur í stakk búinn að veita þá þjónustu vel. Jafnframt fá sjúklingar og starfsfólk aukið valfrelsi og með auknu valfrelsi eykst samkeppni heilbrigðisstofnana og heilbrigðisfyrirtækja sem ætti að skila sér í hagkvæmari, skilvirkari og betri þjónustu. Hér vinna allir og það besta er að þetta er allt hægt. Það eina sem vantar er pólitískur vilji. Höfundur er hagfræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun