Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna. Vísir/vilhelm Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira