Svandís kynnti áætlun um afléttingar samkomutakmarkana Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 10:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega ræða afléttingaráætlunina að loknum fundinum. Vísir/vilhelm Reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á dagskránni er kynning Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á áætlun um afléttingar samkomutakmarkanna næstu mánuði. Svandís sagði á Alþingi í gær að áætlunin byggði á viðmiðum sem taki tillit til hversu hátt hlutfall þjóðarinnar hafi verið bólusett gegn Covid-19. Fram kom í máli hennar að nú þegar hafi fyrsta viðmiðið náðst eftir að að 25% fullorðinna fengu sína fyrri bólusetningu. Þá mætti búast við að næstu afléttingar samkvæmt áætluninni tækju til að mynda gildi þegar 35% þjóðarinnar, 50% og 75% hefðu fengið bólusetningu. Uppfært: Útsendingu er lokið en viðtalið við Svandísi má sjá neðar í fréttinni. Nánar má lesa um áætlunina hér. Áður hefur ríkisstjórnin gefið út að hún vonist til að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands í júní þegar því er spáð að 67% Íslendinga, 16 ára og eldri, verði búnir að fá sinn fyrri skammt. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu auk þess sem boðið verður upp á textalýsingu.
Svandís sagði á Alþingi í gær að áætlunin byggði á viðmiðum sem taki tillit til hversu hátt hlutfall þjóðarinnar hafi verið bólusett gegn Covid-19. Fram kom í máli hennar að nú þegar hafi fyrsta viðmiðið náðst eftir að að 25% fullorðinna fengu sína fyrri bólusetningu. Þá mætti búast við að næstu afléttingar samkvæmt áætluninni tækju til að mynda gildi þegar 35% þjóðarinnar, 50% og 75% hefðu fengið bólusetningu. Uppfært: Útsendingu er lokið en viðtalið við Svandísi má sjá neðar í fréttinni. Nánar má lesa um áætlunina hér. Áður hefur ríkisstjórnin gefið út að hún vonist til að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands í júní þegar því er spáð að 67% Íslendinga, 16 ára og eldri, verði búnir að fá sinn fyrri skammt. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu auk þess sem boðið verður upp á textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira