Grýtti penna í vegg af bræði eftir klúður Glasgows: Ekki hægt að útskýra þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 11:32 Rodney Glasgow viðurkenndi að hann ætti alla sök á klúðrinu í næstsíðustu sókn Njarðvíkur. Stöð 2 Sport Dramatíkin var allsráðandi í lokin á leiknum mikilvæga á milli Njarðvíkur og Hattar í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi rýndu í lokasóknir liðanna sem óhætt er að segja að hafi verið misvel heppnaðar. Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira