Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Tinni Sveinsson skrifar 27. apríl 2021 16:35 Drónarnir njóta sín við gosstöðvarnar í kvöld og nótt. Ari Magg Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns. Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns.
Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26