Enski boltinn

Ekki til­búinn að skipta Leicester út fyrir Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brendan Rodgers er að gera frábæra hlut með Leicester City.
Brendan Rodgers er að gera frábæra hlut með Leicester City. EPA-EFE/Rui Vieira

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur leitar nú að eftirmanni José Mourinho. Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, hefur verið orðaður við stöðuna en hefur ekki áhuga.

Tottenham rak Mourinho viku fyrir úrslitaleik deildarbikarsins. Hinn 29 ára gamli Ryan Mason tók við og mun stýra félaginu út tímabilið. Hann stýrði liðinu til sigurs gegn Southampton í fyrsta leik sínum sem aðalþjálfari. 

Í úrslitaleik deildarbikarsins tapaði liðið 1-0 gegn Manchester City í leik þar sem Tottenham átti aldrei möguleika.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Rodgers maðurinn sem Daniel Levy og aðrir stjórnarmenn Tottenham vilja fá í brúnna. Sá hefur hins vegar engan áhuga á að fara sig um set enda að gera frábæra hluti með Leicester City.

Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Julian Nagelsmann – sem hefur nú þegar samþykkt tilboð Bayern München – og svo Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands.

Tottenham Hotspur er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Lærisveinar Rodgers í Leicester eru hins vegar í 3. sæti með 62 stig og stefna hraðbyr á Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×