Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2021 20:01 Þúsundir Indverja látast nú á hverjum degi af völdum kórónuveirunnar. Í Virar, bæ nærri Mumbai, hefur þessari bráðabirgðabálstofu verið komið upp. AP/Rajanish Kakade Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Undir berum himni í höfuðborginni Nýju-Delí hefur bráðabirgðabálstofu verið komið upp til að brenna hin látnu. Verið er að koma upp sams konar aðstöðu í til dæmis almenningsgörðum og á bílastæðum víðar í borginni en álagið er margfalt meira en afkastageta bálstofa í Nýju-Delí. Gærdagurinn var sá fyrsti í fimm daga þar sem Indverjar slógu ekki heimsmet í fjölda smitaðra á einum degi. Þó greindust rétt tæp 320 þúsund með veiruna og yfirvöld segja að raunverulegur fjöldi sé líklega töluvert meiri. Færri komast enn að á sjúkrahús en þurfa og súrefni er af afar skornum skammti. Tilraunir stjórnvalda til að leysa úr súrefnisskorti hafa ekki enn borið árangur. „Við erum úrvinda. Það hafa samt ekki alveg jafnmargir látist hér og á öðrum bráðamóttökum. Ég fæ um 50 símtöl á hverjum degi þar sem fólk er að biðja um sjúkrapláss, súrefniskúta, lyf. Við eigum einfaldlega ekkert slíkt og sjúklingarnir eru við dauðans dyr,“ sagði Piush Girdar, læknir í Nýju-Delí, við AP-fréttaveituna í dag. Fyrstu hjálparsendingarnar bárust til Indlands í morgun. Flugvél frá Bretlandi lenti í Nýju-Delí með 95 súrefnisþjöppur og 200 öndunarvélar. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Ísraelar og Pakistanar hafa einnig lofað að senda nauðsynjar til þessa næstfjölmennasta lands heims.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira