Enski boltinn

Exeter heldur í vonina um sæti í um­spili

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jökull stóð vaktina í marki Exeter í kvöld.
Jökull stóð vaktina í marki Exeter í kvöld. Getty/Jacques Feeney

Jökull Andrésson og félagar í Exeter unnu dramatískan 3-2 sigur í ensku D-deildinni í kvöld og halda í vonina um sæti í umspili.

Jökull lék að venju allan leikinn í liði Exeter sem vann 3-2 sigur á Grimsby í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik áður en þeir misstu mann af velli.

Tvö mörk undir lok leiks tryggðu Exeter gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur sem þýðir að liðið heldur í vonina um að komast í umspil. 

Þegar tvær umferðir eru eftir er Exeter í 9. sæti með 66 stig en Salford er sem stendur í 8. sætinu – því síðasta sem gefur þátttökurétt í umspili – með 68 stig.

Daníel Leó Grétarsson var fjarri góðu gamni er Blackpool vann 1-0 útisigur á Sunderland í C-deildinni. Blackpool er á leið í umspil eins og staðan er í dag en liðið er í með 71 stig að loknum 43 umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×