Menntakerfi framtíðarinnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2021 09:01 Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun