Rodgers hefur engan áhuga á Tottenham Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 13:31 Brendan Rodgers segir að samband sitt við leikmenn sé frábært. Getty/ Plumb Images Brendan Rodgers hefur engan áhuga á því að stökkva frá borði hjá Leicester, þar sem allt virðist í blóma, til að taka við Tottenham sem leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra. Þetta fullyrðir Sky Sports í dag. Rodgers er einn þeirra sem helst hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Tottenham, eftir að José Mourinho var rekinn, og sá orðrómur varð háværari þegar Julian Nagelsmann var kynntur sem nýr stjóri Bayern München í gærmorgun. Tottenham ku hafa reynt að fá Nagelsmann en án árangurs. Hinn ungi Ryan Mason stýrir Tottenham út leiktíðina og þarf örugglega að vinna alla fimm leikina sem eftir eru til að eiga möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Tottenham er sem stendur í 7. sæti með 53 stig, fimm stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti. Meistaradeildarsæti og bikarmeistaratitill í boði Leicester er aftur á móti í góðum málum í 3. sæti, með 62 stig, eftir heimasigra gegn Crystal Palace og WBA í síðustu tveimur leikjum. Leicester á hins vegar eftir erfiða leiki og mætir til að mynda Mancheester United, Chelsea og svo Tottenham í síðustu þremur umferðum deildarinnar. Enn er því hætta á að Leicester missi Meistaradeildarsæti úr höndunum á lokasprettinum eins og í fyrra, á fyrsta heila tímabilinu undir stjórn Rodgers. Rodgers á sömuleiðis möguleika á að fagna titli með Leicester í vor en liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mætir þar Chelsea 15. maí. „Tottenham er frábært félag, eitt af þeim stóru í landinu, risastórt félag. En minn fókus er algjörlega hérna,“ sagði Rodgers þegar hann var spurður út í Tottenham í síðustu viku, og hrósaði allri aðstöðu hjá Leicester. „Ég er með frábært samband við leikmennina og stjórnina og við erum með okkar áætlanir um þróunina til framtíðar,“ sagði Rodgers. Veðbankar telja Erik ten Hag, stjóra Ajax í Hollandi, líklegastan til að taka við Tottenham en Rodgers er víða talinn næstlíklegastur. Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Þetta fullyrðir Sky Sports í dag. Rodgers er einn þeirra sem helst hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Tottenham, eftir að José Mourinho var rekinn, og sá orðrómur varð háværari þegar Julian Nagelsmann var kynntur sem nýr stjóri Bayern München í gærmorgun. Tottenham ku hafa reynt að fá Nagelsmann en án árangurs. Hinn ungi Ryan Mason stýrir Tottenham út leiktíðina og þarf örugglega að vinna alla fimm leikina sem eftir eru til að eiga möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Tottenham er sem stendur í 7. sæti með 53 stig, fimm stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti. Meistaradeildarsæti og bikarmeistaratitill í boði Leicester er aftur á móti í góðum málum í 3. sæti, með 62 stig, eftir heimasigra gegn Crystal Palace og WBA í síðustu tveimur leikjum. Leicester á hins vegar eftir erfiða leiki og mætir til að mynda Mancheester United, Chelsea og svo Tottenham í síðustu þremur umferðum deildarinnar. Enn er því hætta á að Leicester missi Meistaradeildarsæti úr höndunum á lokasprettinum eins og í fyrra, á fyrsta heila tímabilinu undir stjórn Rodgers. Rodgers á sömuleiðis möguleika á að fagna titli með Leicester í vor en liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mætir þar Chelsea 15. maí. „Tottenham er frábært félag, eitt af þeim stóru í landinu, risastórt félag. En minn fókus er algjörlega hérna,“ sagði Rodgers þegar hann var spurður út í Tottenham í síðustu viku, og hrósaði allri aðstöðu hjá Leicester. „Ég er með frábært samband við leikmennina og stjórnina og við erum með okkar áætlanir um þróunina til framtíðar,“ sagði Rodgers. Veðbankar telja Erik ten Hag, stjóra Ajax í Hollandi, líklegastan til að taka við Tottenham en Rodgers er víða talinn næstlíklegastur.
Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira