Stjórnmálamenn á valdatafli græðginnar Jóhann Sigmarsson skrifar 28. apríl 2021 11:31 Það hefur ekkert breyst eftir hrun og spillingin er ennþá til staðar, enda eru sömu gildin og sömu flokkarnir við völd, sama stjórnmálafólkið, sama sjálftakan, sama græðgin, sömu viðskiptahættirnir með sama óheiðarlega viðskiptafólkinu. Uppsafnaðir sjóðir landsmanna eru enn í skattaskjólum og færast þangað jafnóðum og lífeyrissjóðir eða ríkisbankar fjárfesta í valinkunnum fyrirtækjum. Pólitíkin er söm og áður. Það var ekkert leyst með búsahaldarbyltingunni, enda var henni stýrt af yfirvöldum þar sem að lögreglan og stjórnsýslan sagði hvernig fólk ætti að mótmæla. Sama fólkið leikur enn á valdatafli græðginnar í þjóðfélalaginu, stærra hlutverk nú, en með öðru ívafi. Ef við berum Ísland saman við Færeyjar. Þegar að Færeyjar fóru á hausinn á tíuunda áratug síðustu aldar og Danir urðu að leysa þá úr skuldasúpunni. Danir settu Færeyingum stólinn fyrir dyrnar. Þeir sögðu þeim að ef þeir myndu ekki hreinsa upp í stjórnsýslunni hjá sér og útiloka því viðskiptafólki að eiga viðskipti í Færeyjum framar sem að ollu hruninu, þá myndu Danir hreinlega taka Færeyjar yfir aftur. Þetta var gert og þeir hreinsuðu til. Yfir þrjátíu þingmenn og ráðherrar sögðu af sér. Færeyingar eru í góðum málum í dag. Færeyska krónan er bundin þeirri dönsku og danska krónan er bundin evrunni. Það var ekkert hrun í Færeyjum eins og á Íslandi 2008. Á Íslandi var sama fólk í tiltektinni og ollu hruninu. Það var ekkert tekið til vegna þess að það eru þeir sömu sem stjórnuðu fyrir hrun og eftir. Þetta fólk fékk og er enn að fá að rannsaka sjálft sig. Það kemst auðvitað að þeirri niðurstöðu að það hafi ekkert gert rangt. Skjaldborg heimilanna varð að brunaútsölu. Það eru búnar að vera fimm ríkisstjórnir eftir hrun. Sú fyrsta var stjórnarsamstarf á milli Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með stuðningi Framsóknarflokksins. Í málflutningi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrun, var iðulega talað um að „slá skjaldborg um heimilin“ en það loforð var gagnrýnt harðlega, þar sem efndirnar þóttu litlar og hin raunverulega skjaldborg sögð hafa verið mynduð utan um fjármálakerfið. Þúsundir íslendinga misstu heimili sín á nauðungarsölur í tíð þessarar stjórnar. Sett var áttatíu ára leynd yfir hvert að þessar eignir fóru. Það geta allir sem að vilja hugsað um hvert eignirnar fóru. Leiguverð hækkaði til muna. Hrunrannsókn í molum. Í mars 2009 var Eva Joly ráðin sem sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008. Hún hafði gagnrýnt fámenni þess rannsóknarhóps sem rannsaka átti bankahrunið og skort á fagmönnum í alþjóðlegri fjármálaspillingu. Hún hætti störfum fyrr en áætlað var. Ólafur Þór Hauksson var ráðinn héraðssaksóknari og tók alfarið við rannsókninni. Það átti eftir að koma síðar í ljós í lista sem að Stundin birti úr Panamaskjölunum að Ólafur seldi í Sjóð 9 úr Glitni sama dag og neyðarlögin voru sett. Steingrímur J. var í senn fimm ráðherrar í einum á tímabilinu og er það líklegast heimsmet í setu ráðherra á þingi. Stjórnin vildi þröngva Icesave upp á þjóðina. Steingrímur J. hefur nú sitið sleitulaust í nær fjóra áratugi. Ætli maðurinn hafi ekki setið við öll þau störf sem til eru á Alþingi að því undanskildu að vera skúringakona og næturvörður? Það hefur honum ekki þótt við hæfi. Stjórnin notaðist við Landsdóm sem að var uppstríluð sýndarmennskan fyrir alþjóðasamfélagið og bruðl á opinberu fé. Stjórnin sýknaði í lokin alla þá ráðherra sem að komu þjóðinni á hausinn. Fólkið tók enga ábyrgð á störfum sínum. Mestmegnis má kenna þar um spillinga sjúkri pólitík og sérhagsmunum einka elítuvina í landinu. Ítalskur mafíósi sem að sat í fangelsi sagði að íslenskum glæpamönnum hefði tekist það sem að ítölsku mafíunni hefði aldrei tekist. Það var að ræna banka innan frá. Panamaprinsarnir. Næsta stjórn sem að mynduð var á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hefur sú stjórn verið kölluð Panamaprinsarnir og Panamaskjölin, sem er líklegast stærsti pólitíski skandall Íslandssögunnar. Líkt og flestir muna sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið og fór í frí áður en honum var velt úr sessi í Framsóknarflokknum. Íslendingar sátu uppi með borgarfulltrúa, iðnaðarráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem að tímdu ekki að borga skattinn sinn á Íslandi. Stjórnin opnaði landið fyrir gjaldeyrisfjárfestingum. Þeir sem vildu fjárfesta hér með að koma með gjaldeyri inn í landið gátu fengið 20 prósent afslátt á krónunni. Þetta var mjög líklega ástæðan fyrir því að Ísland fór á gráan lista hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðarhóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, auk þess að stjórna peningaflæði til landsins frá illa fengnum gróða úr hruninu. Utanríkisráðherrann sem kostaði þjóðina hundruði milljarða. Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra byrjaði á að slíta aðildaviðræðunum við Evrópusambandið fljótlega eftir að sjórnin var mynduð. Hann setti viðskiptaþinganir á Rússland vegna þróunar mála í Úkraínu. Hann virtist ekki hafa kunnáttu í að bíða aðeins til að sjá hvað önnur ríki myndu gera. Ísland var á meðal sjö ríkja sem fóru á viðskiptabannlista hjá Rússum. Eyðilagði Gunnar Bragi fyrir hönd þjóðarinnar þar með yfir 50 ára gamla samninga sem að talið er skipta tugum milljarða á ári með undirskrift sinni sem utanríkisráðherra. Hagræðingin hjá ríkinu til vandamanna fjármálaráðherra. Ríkið sagði upp öllu starfsfólki í þrifum og mötuneytum á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, húsnæði Tollstjóra og síðar úr sex ráðuneytunum. Faðir Bjarna Benediktssonar og föðurbróðir tóku þrifin og nokkur mötuneyti yfir. Landsbankinn seldi hlut ríkisins í Borgun í lokuðu útboði til frænda Bjarna fyrir mun minna verð en áætlað var. Sigmundur Davið steig til hliðar sem forsætistáðherra og varð aftur þingmaður. Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs sagði að mótmælendur væru ekki alþýða þessa lands. Sigurður Ingi Jóhannsson varð næsti forsætisráðherra og hélt ríkisstjórnarsamstarfinu áfram með Bjarna Benediktssyni sem fjármálaráðherra, þrátt fyrir að þjóðin vildi að stjórnin segði af sér og kallaði eftir öðrum kosningum. Bjarni sagði það ekki koma til greina að fá starfsstjórn og neitaði að segja af sér. Hann valtaði þar með eina ferðina enn yfir megnið af þjóðinni með frekju og glæpsamlegri hegðun sinni í starfi á Alþingi. Hann laug líka að fréttamanni RÚV og þar með þjóðinni að hann hafi ekki átt nein aflandsfélög þegar að annað átti eftir að koma í ljós. Klofningur kom í bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn með nýjum framboðum, Miðflokkur Sigmundar Davíðs og Viðreisn Benedikts Jóhannessonar, Engeyings og Þorgerðar Katrínar, kúlulánadrottningar sem að seldi sig dýrt til Reykjavíkurborgar og kom Degi B. Eggerts aftur í stól borgarstóra þegar að fólk var búið að kjósa hann út, urðu til. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekkert breyst eftir hrun og spillingin er ennþá til staðar, enda eru sömu gildin og sömu flokkarnir við völd, sama stjórnmálafólkið, sama sjálftakan, sama græðgin, sömu viðskiptahættirnir með sama óheiðarlega viðskiptafólkinu. Uppsafnaðir sjóðir landsmanna eru enn í skattaskjólum og færast þangað jafnóðum og lífeyrissjóðir eða ríkisbankar fjárfesta í valinkunnum fyrirtækjum. Pólitíkin er söm og áður. Það var ekkert leyst með búsahaldarbyltingunni, enda var henni stýrt af yfirvöldum þar sem að lögreglan og stjórnsýslan sagði hvernig fólk ætti að mótmæla. Sama fólkið leikur enn á valdatafli græðginnar í þjóðfélalaginu, stærra hlutverk nú, en með öðru ívafi. Ef við berum Ísland saman við Færeyjar. Þegar að Færeyjar fóru á hausinn á tíuunda áratug síðustu aldar og Danir urðu að leysa þá úr skuldasúpunni. Danir settu Færeyingum stólinn fyrir dyrnar. Þeir sögðu þeim að ef þeir myndu ekki hreinsa upp í stjórnsýslunni hjá sér og útiloka því viðskiptafólki að eiga viðskipti í Færeyjum framar sem að ollu hruninu, þá myndu Danir hreinlega taka Færeyjar yfir aftur. Þetta var gert og þeir hreinsuðu til. Yfir þrjátíu þingmenn og ráðherrar sögðu af sér. Færeyingar eru í góðum málum í dag. Færeyska krónan er bundin þeirri dönsku og danska krónan er bundin evrunni. Það var ekkert hrun í Færeyjum eins og á Íslandi 2008. Á Íslandi var sama fólk í tiltektinni og ollu hruninu. Það var ekkert tekið til vegna þess að það eru þeir sömu sem stjórnuðu fyrir hrun og eftir. Þetta fólk fékk og er enn að fá að rannsaka sjálft sig. Það kemst auðvitað að þeirri niðurstöðu að það hafi ekkert gert rangt. Skjaldborg heimilanna varð að brunaútsölu. Það eru búnar að vera fimm ríkisstjórnir eftir hrun. Sú fyrsta var stjórnarsamstarf á milli Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með stuðningi Framsóknarflokksins. Í málflutningi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrun, var iðulega talað um að „slá skjaldborg um heimilin“ en það loforð var gagnrýnt harðlega, þar sem efndirnar þóttu litlar og hin raunverulega skjaldborg sögð hafa verið mynduð utan um fjármálakerfið. Þúsundir íslendinga misstu heimili sín á nauðungarsölur í tíð þessarar stjórnar. Sett var áttatíu ára leynd yfir hvert að þessar eignir fóru. Það geta allir sem að vilja hugsað um hvert eignirnar fóru. Leiguverð hækkaði til muna. Hrunrannsókn í molum. Í mars 2009 var Eva Joly ráðin sem sérstakur ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í kjölfar bankahrunsins 2008. Hún hafði gagnrýnt fámenni þess rannsóknarhóps sem rannsaka átti bankahrunið og skort á fagmönnum í alþjóðlegri fjármálaspillingu. Hún hætti störfum fyrr en áætlað var. Ólafur Þór Hauksson var ráðinn héraðssaksóknari og tók alfarið við rannsókninni. Það átti eftir að koma síðar í ljós í lista sem að Stundin birti úr Panamaskjölunum að Ólafur seldi í Sjóð 9 úr Glitni sama dag og neyðarlögin voru sett. Steingrímur J. var í senn fimm ráðherrar í einum á tímabilinu og er það líklegast heimsmet í setu ráðherra á þingi. Stjórnin vildi þröngva Icesave upp á þjóðina. Steingrímur J. hefur nú sitið sleitulaust í nær fjóra áratugi. Ætli maðurinn hafi ekki setið við öll þau störf sem til eru á Alþingi að því undanskildu að vera skúringakona og næturvörður? Það hefur honum ekki þótt við hæfi. Stjórnin notaðist við Landsdóm sem að var uppstríluð sýndarmennskan fyrir alþjóðasamfélagið og bruðl á opinberu fé. Stjórnin sýknaði í lokin alla þá ráðherra sem að komu þjóðinni á hausinn. Fólkið tók enga ábyrgð á störfum sínum. Mestmegnis má kenna þar um spillinga sjúkri pólitík og sérhagsmunum einka elítuvina í landinu. Ítalskur mafíósi sem að sat í fangelsi sagði að íslenskum glæpamönnum hefði tekist það sem að ítölsku mafíunni hefði aldrei tekist. Það var að ræna banka innan frá. Panamaprinsarnir. Næsta stjórn sem að mynduð var á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hefur sú stjórn verið kölluð Panamaprinsarnir og Panamaskjölin, sem er líklegast stærsti pólitíski skandall Íslandssögunnar. Líkt og flestir muna sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið og fór í frí áður en honum var velt úr sessi í Framsóknarflokknum. Íslendingar sátu uppi með borgarfulltrúa, iðnaðarráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem að tímdu ekki að borga skattinn sinn á Íslandi. Stjórnin opnaði landið fyrir gjaldeyrisfjárfestingum. Þeir sem vildu fjárfesta hér með að koma með gjaldeyri inn í landið gátu fengið 20 prósent afslátt á krónunni. Þetta var mjög líklega ástæðan fyrir því að Ísland fór á gráan lista hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðarhóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, auk þess að stjórna peningaflæði til landsins frá illa fengnum gróða úr hruninu. Utanríkisráðherrann sem kostaði þjóðina hundruði milljarða. Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra byrjaði á að slíta aðildaviðræðunum við Evrópusambandið fljótlega eftir að sjórnin var mynduð. Hann setti viðskiptaþinganir á Rússland vegna þróunar mála í Úkraínu. Hann virtist ekki hafa kunnáttu í að bíða aðeins til að sjá hvað önnur ríki myndu gera. Ísland var á meðal sjö ríkja sem fóru á viðskiptabannlista hjá Rússum. Eyðilagði Gunnar Bragi fyrir hönd þjóðarinnar þar með yfir 50 ára gamla samninga sem að talið er skipta tugum milljarða á ári með undirskrift sinni sem utanríkisráðherra. Hagræðingin hjá ríkinu til vandamanna fjármálaráðherra. Ríkið sagði upp öllu starfsfólki í þrifum og mötuneytum á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, húsnæði Tollstjóra og síðar úr sex ráðuneytunum. Faðir Bjarna Benediktssonar og föðurbróðir tóku þrifin og nokkur mötuneyti yfir. Landsbankinn seldi hlut ríkisins í Borgun í lokuðu útboði til frænda Bjarna fyrir mun minna verð en áætlað var. Sigmundur Davið steig til hliðar sem forsætistáðherra og varð aftur þingmaður. Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs sagði að mótmælendur væru ekki alþýða þessa lands. Sigurður Ingi Jóhannsson varð næsti forsætisráðherra og hélt ríkisstjórnarsamstarfinu áfram með Bjarna Benediktssyni sem fjármálaráðherra, þrátt fyrir að þjóðin vildi að stjórnin segði af sér og kallaði eftir öðrum kosningum. Bjarni sagði það ekki koma til greina að fá starfsstjórn og neitaði að segja af sér. Hann valtaði þar með eina ferðina enn yfir megnið af þjóðinni með frekju og glæpsamlegri hegðun sinni í starfi á Alþingi. Hann laug líka að fréttamanni RÚV og þar með þjóðinni að hann hafi ekki átt nein aflandsfélög þegar að annað átti eftir að koma í ljós. Klofningur kom í bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn með nýjum framboðum, Miðflokkur Sigmundar Davíðs og Viðreisn Benedikts Jóhannessonar, Engeyings og Þorgerðar Katrínar, kúlulánadrottningar sem að seldi sig dýrt til Reykjavíkurborgar og kom Degi B. Eggerts aftur í stól borgarstóra þegar að fólk var búið að kjósa hann út, urðu til. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar