Sjálfstæðismenn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 18:36 Marta Guðjónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi. Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um ummæli Mörtu er Hildur Björnsdóttir, flokkssystir hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna,“ skrifar Hildur. Ætla má að þar sé hún að vísa til ummæla Mörtu. Meðal þeirra sem deilt hafa færslu Hildar er Katrín Atladóttir sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki eru það aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hnýta í Mörtu en það gerir Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar til að mynda einnig þar sem hann gefur í skin að orðalagið í grein Mörtu sé á lágu plani. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er jafnframt harðorð í garð Mörtu. „Ég vann með bæði Mörtu og Gísla í mörg ár í borginni. Flokkurinn var klofinn þá um uppbyggilega og fallega þróun borgar. Hann er enn klofinn í herðar niður. Þessi grein dæmir Sjálfstæðismenn úr leik,“ skrifar Þorbjörg um leið og hún hvetur Gísla Martein til dáða. Almannatengillinn Friðjón Friðjónson slær á létta strengi á Twitter með því að minna á að „í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslu Friðjóns áfram eru Gísli Marteinn sjálfur auk Rafns Steingrímssonar og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur sem bæði hafa tekið virkan þátt í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna og hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er vert að hafa í huga að í öllum prinsessusögunum þá er það alltaf gamla nornin sem tapar.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) April 28, 2021 Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist vera orðlaus yfir grein Mörtu. „Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma,“ skrifar Magnús meðal annars á Twitter. Ég er orðlaus. Svona rætin orðræða á ekki að þrífast og er pólitíkinni ekki til sóma. Ég skil ekki hvaða vegferð Marta er á gagnvart Gísla sem á mikið lof skilið fyrir sína vinnu í skipulagsmálum borgarinnar. https://t.co/B86ttpHKYw— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 28, 2021 Áslaugu Huldu Jónsdóttur, Sjálfstæðiskonu og formanni bæjarráðs Garðabæjar, finnast ummæli flokkssystur sinnar ekki heldur vera til sóma. Marta hljóti að hafa ruglast. „Við getum verið ósammála og það er hollt að takast á en gerum það málefnalega og sýnum virðingu. Það stækkar enginn með því að reyna að smækka aðra,“ skrifar Áslaug á Facebook. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tjáir sig einnig um málið og segir Mörtu ganga allt of langt. „Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála,“ skrifar Sigurður Kári.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36 Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. 28. apríl 2021 14:36
Gísli Marteinn í bakaríinu Gísli minn Marteinn! Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt. Þriðjudaginn 20. apríl sl. réðist þú á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Facebooksíðu þinni með ósannindum og vísbendingum um að þú sért farinn að tapa minni meira en góðu hófi gegni. 28. apríl 2021 08:30