Tölum um dauðann Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 29. apríl 2021 08:01 Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við Íslendingar nefnum sjaldan á nafn sem er þó óhjákvæmilegur atburður í lífi okkar allra – dauðinn. Flest vonumst við til að það sé langt í að við skiljum við lífið og við hugum sjaldan að endalokunum. Því miður er þó hópur fólks sem tekur þá ákvörðun að binda enda á eigið líf og sér þá jafnvel ekki aðra lausn úr þeim vanda sem það býr við. En heilt yfir má segja að dauðinn sé að mörgu leyti orðinn okkur fjarlægur, ekki bara vegna þess að við tölum lítið um hann heldur einnig vegna þess að útfararþjónustur sjá yfirleitt um mest allan undirbúning fyrir útför þess látna. Meðan við vorum í torfkofunum ekki alls fyrir löngu var sá látni innan veggja heimilisins fram að útför hans og var þá dauðinn áþreifanlegri í lífi hvers og eins einstaklings. Ungbarnadauði var miklu algengari og húsakostur oft slæmur sem hafði áhrif á heilsufar, öryggi og lífslengd fólks. Með auknum lífsgæðum og hækkandi lífaldri upplifum við sjaldnar dauðann og oft hugum við ekki að honum fyrr en við neyðumst til að takast á við hann, til dæmis þegar ástvinur okkar kveður þessa jarðvist. Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að þegar við fregnum af andláti einhvers sem við þekktum að upp koma hugsanir um mikilvægi þess að njóta lífsins meðan það varir. Við vitum yfirleitt ekki fyrir fram hvenær líf okkar endar og kannski sem betur fer. Og þegar einstaklingar fá þær fregnir að þeir eigi lítið eftir ólifað, m.a. vegna ólæknandi sjúkdóms, er algengt að skipuleggja vel þær stundir sem eftir eru svo hægt sé að njóta þeirra sem best. En þegar við stöndum frammi fyrir því að ástvinir og nánir aðstandendur okkar deyja komumst við ekki hjá því að fjalla um dauðann. Fyrir utan það áfall, sorg og söknuð sem aðstandendur standa frammi fyrir bætast oft við fjárhagsáhyggjur. Kostnaðurinn við útför má áætla að sé frá um 300 þúsund til 1,5 milljón miðað við gjaldskrá útfararþjónustu. Það er svo sem enginn sem skikkar fólk til að hafa útför með öllum þeim kostnaðarliðum sem þar eru taldir fram og eflaust væri hægt að jarða ástvini sína með minni tilkostnaði. Það hafa hins vegar skapast ákveðnar hefðir í samfélaginu varðandi þessar athafnir og eðlilega vilja aðstandendur tryggja sínum látna ástvini útför í samræmi við þá staðla. Ef aðstandendur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af kostnaði er hægt að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Ákveðinn hámarksstyrkur er þá veittur ef aðstandendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru til að fá þann styrk. Ég tel mikilvægt að kostnaður við útfarir verði alfarið greiddur úr ríkissjóði. Vissulega er um mikla fjármuni að ræða miðað við hver núverandi kostnaður er við útfarir. En þar sem dauðinn er óhjákvæmilegur hjá okkur öllum ætti það að vera sjálfsagður hlutur að skattfé okkar sé varið í útfarir okkar. Það fyrirkomulag getur um leið gefið okkur tækifæri til að endurmeta hvernig tilhögun útfara er í dag og hvort við viljum skapa nýjar hefðir og venjur samhliða þeim. Áður en kórónuveiran hóf innreið sína var algengt að gestir við útfarir fóru beint í erfidrykkju þess látna og voru jafnvel búnir að borða sig sadda af brauðtertum, pönnukökum og marsípankökum áður en nánustu aðstandendur komu þangað úr kirkjugarðinum og jafnvel voru hluti gestanna þá farnir á brott. Því miður hefur tilstandið í kringum útfarir oft orðið til þess að það skortir persónulega nálgun en eftir standa ástvinir með bæði söknuð og háan reikning fyrir útförinni. Tölum um dauðann og tölum um hvernig við viljum hafa fyrirkomulag útfara. En tryggjum fyrst og fremst að fjárhagsáhyggjur vegna útfara bætist ekki á þær áhyggjur sem eftirlifandi ástvinir hafa. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun