Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var Björn Þorfinnsson skrifar 29. apríl 2021 14:46 Vignir Vatnar Stefánsson og Björn Þorfinnsson eigast hér við. Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu. Vignir Vatnar var aðeins sex ára gamall þegar ég staldraði við skák hans á barnamóti í Grafarvogi. Það sem vakti athygli mína var að hann tók sér tíma og setti greinilega saman plön í huganum sem hann fylgdi eftir næstu leiki. Plönin voru ekkert endilega mjög góð en mér fannst það óvenjulegt að svo ungt barn gæti yfir höfðuð beitt slíkri aðferðarfræði. Ég tók því föður hans tali og tæpri viku seinna var hann mættur í fyrsta einkatímann til mín. Sá stutti olli mér ekki vonbrigðum. Hann sýndi strax ótrúlega hæfni við að leysa skákþrautir og ekki síður við að leysa hin ýmsu endataflsverkefni sem urðu sífellt flóknari. Ef að hann gat það ekki í fyrstu tilraun þá þurfti ég bara að sýna honum aðferðina einu sinni og þá var hún kyrfilega föst í kolli hans. Strategía strútsins Sex ára gamall drengur getur ekki einbeitt sér að erfiðum skákverkefnum mjög lengi í einu og því varð ég að brjóta tímana upp með leik og einhverri gleði. Skemmtilegast þótti Vigni að fara í feluleik og var farinn að rugga sér í stólnum af spennu þegar nokkrar þrautir voru búnar og hann vissi að leikurinn væri að bresta á. „Jæja, farðu að fela þig,“ sagði ég og pjakkurinn beið ekki boðanna og þaut af stað. Ég hef fengið meira krefjandi verkefni í lífinu en að hafa uppi á Vigni Vatnari í feluleik. Hann lagðist yfirleitt á grúfu og stakk hausnum undir stól eða bara á bak við hurð. Í þokkabót hristist hann til af hlátri þegar hann heyrði að ég var lagður af stað í leitina. Það var ekki laust við að maður hefði áhyggjur af því að einhver sem beitti strategískri hugsun strútsins í feluleik gæti velgt ofurgreindum stórmeisturum undir uggum á skákborðinu í framtíðinni. Úlfur Úlfur Vignir tók hröðum framförum á þessum tíma. Hann vakti athygli í skólanum sínum þegar hann tefldi fjöltefli við hóp eldri nemenda og hafði þá alla undir. Í kjölfarið tók bæjarblað eitt stutt viðtal við drenginn. Í því var hann spurður hver væri uppáhaldsskákmaðurinn hans. Svarið var stutt og skorinort hjá drengnum. „Úlfur“. Þegar ég las viðtalið kom þetta svar mér í opna skjöldu. Sá eini sem mér datt í hug að um gæti verið að ræða var sænski stórmeistarinn Ulf Andersson. Hann var vissulega einn besti skákmaður heims á sínum tíma en þótti hafa svo leiðinlegan stíl að hermt er að svefnlyfjasala í Svíþjóð hafi dregist saman um 30 prósent á þeim árum sem hann var uppi á sitt besta. Í næsta tíma spurði ég Vigni út í þetta svar og þá kom mikið fát á þann stutta. „Ég…ég…ég.. bara ruglaðist,“ sagði hann og hristi hausinn í gríð og erg. „Ég ætlaði að segja Björn“. Hann hafði ruglast á dýrategundum. Hjörvar Steinn Grétarsson og Alexander Oliver Mai í hörkuskák. Það var vissulega ákveðinn skellur að átta sig á því að í augum lærisveins míns var ég bara tilviljunarkennt spendýr í dýragarði lífsins. Æfingarnar héldu þó áfram og til þess að gera þær enn meira hvetjandi fór ég að bjóða upp á verðlaun fyrir góða frammistöðu Vignis. Fyrsta ferðin var farin á hinn rómaða matsölustað „Aktu Taktu“ enda sagðist litli maðurinn bókstaflega elska hamborgara. Þegar maturinn kom á borðið fór Vignir sér að engu óðslega við að gera allt klárt. Hann hélt á hamborgaranum í vinstri hendi og hrærði franskri kartöflu ofan í kokteilsósu með þeirri hægri. Án þess að hafa tekið bita sagði hann dreyminn: „Það væri nú gott að fá ís á eftir,“ og dæsti. Mátturinn er ekki með honum Fyrir utan áhuga Vignis á atferli strúta þá hafði ég líka talsverðar áhyggjur af viðbrögðum hans við að tapa skákum. Það er vont að tapa skák því að það er engum um að kenna nema þínum eigin takmörkunum. Slíkt getur verið erfitt fyrir börn að horfast í augu við. Af öllum þeim tapsáru skákmönnum sem ég hef kynnst er Vignir þó líklega sá eini sem hefur sýnt við því líkamleg einkenni. Hann missti einfaldlega máttinn í kroppnum og lyppaðist niður eins og einhverskonar mannlegur hlaupkarl. Það var ekki bara þegar hann gafst upp heldur hafði þetta nokkurn aðdraganda. Ef Vignir lék leik sem að hann sá að var slæmur þá byrjaði hann nánast að leka fram á borðið í fullkominni mannlegri bugun og mótspyrnan eftir það var ekki merkileg. Mest ræddi ég um framgang Vignis við vin minn Stefán Bergsson, skákkennara, sem einnig tók reglulega kennslustundir með drengnum. „Mátturinn fer þverrandi,“ var dæmi um dulmál sem við notuðum gjarnan okkar á milli á þessum árum. Sennilega hefur fólk haldið að við værum einlægir Star Wars-aðdáendur en hefði viðkomandi litið til Vignis var sá stutti nánast að leka úr stólnum og reyndi með erfiðismunum að leika næsta leik með annarri hendinni sem sveiflaðist eins og gúmmí. Iðulega þurfti að bera hann af vettvangi í sárustu ósigrunum. Á móti kom að engum skemmtilegra að vinna skákir en Vigni. Hann átti erfitt með að brosa ekki allan hringinn þegar hann var kominn með betri stöðu og eftir að sigur var í höfn var sem öllum heimsins áhyggjum væri af honum létt. Hann sperrtist allur upp, svo rígmontinn að bringan þandist út og síðan gekk hann um skríkjandi af gleði fram að næstu skák. Ég og Stefán höfðum að sjálfsögðu dulmál fyrir þetta líka á mótunum á þessum árum. „Okkar maður?“ spurði ég kannski Stefán ef ég sá ekki hver úrslitin voru hjá Vigni. „Kjúklingabringa,“ sagði Stefán og þá sá maður litla karlinn fyrir sér vappandi um með kassann úti, brosandi allan hringinn. Ein af skemmtilegri skákferðum sem ég hef farið var á skákmót í Puglia-héraði á Ítalíu þar sem Vignir Vatnar og faðir hans, Stefán Már, slógust með í för ásamt öðrum. Stefán er sjálfur mikill skákáhugamaður og hefur verið óþreytandi við að styðja soninn með ráðum og dáð. Í þessari ferð gekk allt upp hjá barnungum Vigni sem að vélaði fullorðna Ítali sundur og saman í B-flokki mótsins. Það voru kjúklingabringur í öll mál í þeirri ferð og gleðin eftir því. Vignir hirti verðlaunasæti í mótinu og hafði því af Ítölunum sjálfsmyndina og þátttökugjöldin - um 40 þúsund krónur. Ég hefði gjarnan viljað segja fullorðnu Ítölunum frá því að pjakkurinn sem sneri á þá alla hefði eytt öllum evrunum þeirra í Lego í Fríhöfninni þegar heim var komið. Stolt þjáning Ég er hreykinn af því að Vignir Vatnar lifir fyrir skák og að ég hafi átt örlítinn þátt í því ásamt mörgum öðrum. Hann ætlar sér að verða stórmeistari og ég veit að hann mun ná markmiðum sínum. Hann hefur þroskast og er hættur að missa máttinn þegar hann tapar skákum. Það er þó að einhverju óheppilegt því að á þessum nýju tímum áhrifavalda hefði hann getað gert rausnarlegan ímyndarsamning við Nóa Siríus um framleiðslu á svört-hvítum hlaupkörlum. Ég hef þó ekki farið með honum í feluleik í áratug og veit því ekki hvort að hann sé búinn að bæta einhverjum öðrum aðferðum í vopnabúrið en tækni strútsins. Miðað við hvernig hann gjóir stundum augunum í átt að litlum skúmaskotum á skákstað þá hef ég tilefni til þess að hafa áhyggjur. Í gær lenti ég því í að tapa fyrir gömlum nemanda mínum sem mér þykir vænt um. Ég hefði átt að vera að rifna úr stolti en satt best að segja var þjáningin svo mikil yfir eigin mistökum og klaufaskap að ég var ekki langt frá því að breytast í hlaup sjálfur. Ég leit upp og sá Vigni eiga erfitt með að halda aftur að brosinu og gott ef að bringan var ekki farinn að sperrast örlítið fram. Að mér læddist sú óbærilega tilfinning að hann myndi fá sér ís í eftirrétt. Einvígi Jóhanns og Hjörvars Steins Línur er farnar að skýrast á Íslandsmótinu þegar tvær umferðir eru eftir. Jóhann Hjartarson, sem að lagði Sigurbjörn Björnsson, að velli í gær er einn efstur með 5½ vinning. Í humátt á eftir honum kemur Hjörvar Steinn, sem vann Alexander Mai, með 5 vinninga. Samkvæmt sófaspekingum eru um 95% líkur á því að annar hvor þeirra stendur uppi sem Íslandsmeistari. Rétt er að geta þess að ef þeir verða efstir og jafnir í mótinu munu þeir tefla stutt einvígi til úrslita, eitthvað sem margir skákáhugamenn óska sér. Vignir Vatnar er síðan einn í þriðja sæti mótsins. Hann vantar aðeins ½ vinning í viðbót til að landa sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og ef hann vinnur báðar skákirnar sem eftir eru þá myndi hann ná sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hinir fjórir stórmeistararnir gerðu síðan jafntefli í innbyrðisskákum sínum í gær. Helgi Áss við Hannes Hlífar og Guðmundur við Braga. Þessi úrslit voru sem draumur fyrir Jóhann og Hjörvar Stein því að ólíklegt verður að teljast að fjórmenningarnir nái þeim úr þessu. Áttunda og næst síðasta umferð mótsins hefst kl.15.00 í dag og hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. Skák Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Vignir Vatnar var aðeins sex ára gamall þegar ég staldraði við skák hans á barnamóti í Grafarvogi. Það sem vakti athygli mína var að hann tók sér tíma og setti greinilega saman plön í huganum sem hann fylgdi eftir næstu leiki. Plönin voru ekkert endilega mjög góð en mér fannst það óvenjulegt að svo ungt barn gæti yfir höfðuð beitt slíkri aðferðarfræði. Ég tók því föður hans tali og tæpri viku seinna var hann mættur í fyrsta einkatímann til mín. Sá stutti olli mér ekki vonbrigðum. Hann sýndi strax ótrúlega hæfni við að leysa skákþrautir og ekki síður við að leysa hin ýmsu endataflsverkefni sem urðu sífellt flóknari. Ef að hann gat það ekki í fyrstu tilraun þá þurfti ég bara að sýna honum aðferðina einu sinni og þá var hún kyrfilega föst í kolli hans. Strategía strútsins Sex ára gamall drengur getur ekki einbeitt sér að erfiðum skákverkefnum mjög lengi í einu og því varð ég að brjóta tímana upp með leik og einhverri gleði. Skemmtilegast þótti Vigni að fara í feluleik og var farinn að rugga sér í stólnum af spennu þegar nokkrar þrautir voru búnar og hann vissi að leikurinn væri að bresta á. „Jæja, farðu að fela þig,“ sagði ég og pjakkurinn beið ekki boðanna og þaut af stað. Ég hef fengið meira krefjandi verkefni í lífinu en að hafa uppi á Vigni Vatnari í feluleik. Hann lagðist yfirleitt á grúfu og stakk hausnum undir stól eða bara á bak við hurð. Í þokkabót hristist hann til af hlátri þegar hann heyrði að ég var lagður af stað í leitina. Það var ekki laust við að maður hefði áhyggjur af því að einhver sem beitti strategískri hugsun strútsins í feluleik gæti velgt ofurgreindum stórmeisturum undir uggum á skákborðinu í framtíðinni. Úlfur Úlfur Vignir tók hröðum framförum á þessum tíma. Hann vakti athygli í skólanum sínum þegar hann tefldi fjöltefli við hóp eldri nemenda og hafði þá alla undir. Í kjölfarið tók bæjarblað eitt stutt viðtal við drenginn. Í því var hann spurður hver væri uppáhaldsskákmaðurinn hans. Svarið var stutt og skorinort hjá drengnum. „Úlfur“. Þegar ég las viðtalið kom þetta svar mér í opna skjöldu. Sá eini sem mér datt í hug að um gæti verið að ræða var sænski stórmeistarinn Ulf Andersson. Hann var vissulega einn besti skákmaður heims á sínum tíma en þótti hafa svo leiðinlegan stíl að hermt er að svefnlyfjasala í Svíþjóð hafi dregist saman um 30 prósent á þeim árum sem hann var uppi á sitt besta. Í næsta tíma spurði ég Vigni út í þetta svar og þá kom mikið fát á þann stutta. „Ég…ég…ég.. bara ruglaðist,“ sagði hann og hristi hausinn í gríð og erg. „Ég ætlaði að segja Björn“. Hann hafði ruglast á dýrategundum. Hjörvar Steinn Grétarsson og Alexander Oliver Mai í hörkuskák. Það var vissulega ákveðinn skellur að átta sig á því að í augum lærisveins míns var ég bara tilviljunarkennt spendýr í dýragarði lífsins. Æfingarnar héldu þó áfram og til þess að gera þær enn meira hvetjandi fór ég að bjóða upp á verðlaun fyrir góða frammistöðu Vignis. Fyrsta ferðin var farin á hinn rómaða matsölustað „Aktu Taktu“ enda sagðist litli maðurinn bókstaflega elska hamborgara. Þegar maturinn kom á borðið fór Vignir sér að engu óðslega við að gera allt klárt. Hann hélt á hamborgaranum í vinstri hendi og hrærði franskri kartöflu ofan í kokteilsósu með þeirri hægri. Án þess að hafa tekið bita sagði hann dreyminn: „Það væri nú gott að fá ís á eftir,“ og dæsti. Mátturinn er ekki með honum Fyrir utan áhuga Vignis á atferli strúta þá hafði ég líka talsverðar áhyggjur af viðbrögðum hans við að tapa skákum. Það er vont að tapa skák því að það er engum um að kenna nema þínum eigin takmörkunum. Slíkt getur verið erfitt fyrir börn að horfast í augu við. Af öllum þeim tapsáru skákmönnum sem ég hef kynnst er Vignir þó líklega sá eini sem hefur sýnt við því líkamleg einkenni. Hann missti einfaldlega máttinn í kroppnum og lyppaðist niður eins og einhverskonar mannlegur hlaupkarl. Það var ekki bara þegar hann gafst upp heldur hafði þetta nokkurn aðdraganda. Ef Vignir lék leik sem að hann sá að var slæmur þá byrjaði hann nánast að leka fram á borðið í fullkominni mannlegri bugun og mótspyrnan eftir það var ekki merkileg. Mest ræddi ég um framgang Vignis við vin minn Stefán Bergsson, skákkennara, sem einnig tók reglulega kennslustundir með drengnum. „Mátturinn fer þverrandi,“ var dæmi um dulmál sem við notuðum gjarnan okkar á milli á þessum árum. Sennilega hefur fólk haldið að við værum einlægir Star Wars-aðdáendur en hefði viðkomandi litið til Vignis var sá stutti nánast að leka úr stólnum og reyndi með erfiðismunum að leika næsta leik með annarri hendinni sem sveiflaðist eins og gúmmí. Iðulega þurfti að bera hann af vettvangi í sárustu ósigrunum. Á móti kom að engum skemmtilegra að vinna skákir en Vigni. Hann átti erfitt með að brosa ekki allan hringinn þegar hann var kominn með betri stöðu og eftir að sigur var í höfn var sem öllum heimsins áhyggjum væri af honum létt. Hann sperrtist allur upp, svo rígmontinn að bringan þandist út og síðan gekk hann um skríkjandi af gleði fram að næstu skák. Ég og Stefán höfðum að sjálfsögðu dulmál fyrir þetta líka á mótunum á þessum árum. „Okkar maður?“ spurði ég kannski Stefán ef ég sá ekki hver úrslitin voru hjá Vigni. „Kjúklingabringa,“ sagði Stefán og þá sá maður litla karlinn fyrir sér vappandi um með kassann úti, brosandi allan hringinn. Ein af skemmtilegri skákferðum sem ég hef farið var á skákmót í Puglia-héraði á Ítalíu þar sem Vignir Vatnar og faðir hans, Stefán Már, slógust með í för ásamt öðrum. Stefán er sjálfur mikill skákáhugamaður og hefur verið óþreytandi við að styðja soninn með ráðum og dáð. Í þessari ferð gekk allt upp hjá barnungum Vigni sem að vélaði fullorðna Ítali sundur og saman í B-flokki mótsins. Það voru kjúklingabringur í öll mál í þeirri ferð og gleðin eftir því. Vignir hirti verðlaunasæti í mótinu og hafði því af Ítölunum sjálfsmyndina og þátttökugjöldin - um 40 þúsund krónur. Ég hefði gjarnan viljað segja fullorðnu Ítölunum frá því að pjakkurinn sem sneri á þá alla hefði eytt öllum evrunum þeirra í Lego í Fríhöfninni þegar heim var komið. Stolt þjáning Ég er hreykinn af því að Vignir Vatnar lifir fyrir skák og að ég hafi átt örlítinn þátt í því ásamt mörgum öðrum. Hann ætlar sér að verða stórmeistari og ég veit að hann mun ná markmiðum sínum. Hann hefur þroskast og er hættur að missa máttinn þegar hann tapar skákum. Það er þó að einhverju óheppilegt því að á þessum nýju tímum áhrifavalda hefði hann getað gert rausnarlegan ímyndarsamning við Nóa Siríus um framleiðslu á svört-hvítum hlaupkörlum. Ég hef þó ekki farið með honum í feluleik í áratug og veit því ekki hvort að hann sé búinn að bæta einhverjum öðrum aðferðum í vopnabúrið en tækni strútsins. Miðað við hvernig hann gjóir stundum augunum í átt að litlum skúmaskotum á skákstað þá hef ég tilefni til þess að hafa áhyggjur. Í gær lenti ég því í að tapa fyrir gömlum nemanda mínum sem mér þykir vænt um. Ég hefði átt að vera að rifna úr stolti en satt best að segja var þjáningin svo mikil yfir eigin mistökum og klaufaskap að ég var ekki langt frá því að breytast í hlaup sjálfur. Ég leit upp og sá Vigni eiga erfitt með að halda aftur að brosinu og gott ef að bringan var ekki farinn að sperrast örlítið fram. Að mér læddist sú óbærilega tilfinning að hann myndi fá sér ís í eftirrétt. Einvígi Jóhanns og Hjörvars Steins Línur er farnar að skýrast á Íslandsmótinu þegar tvær umferðir eru eftir. Jóhann Hjartarson, sem að lagði Sigurbjörn Björnsson, að velli í gær er einn efstur með 5½ vinning. Í humátt á eftir honum kemur Hjörvar Steinn, sem vann Alexander Mai, með 5 vinninga. Samkvæmt sófaspekingum eru um 95% líkur á því að annar hvor þeirra stendur uppi sem Íslandsmeistari. Rétt er að geta þess að ef þeir verða efstir og jafnir í mótinu munu þeir tefla stutt einvígi til úrslita, eitthvað sem margir skákáhugamenn óska sér. Vignir Vatnar er síðan einn í þriðja sæti mótsins. Hann vantar aðeins ½ vinning í viðbót til að landa sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og ef hann vinnur báðar skákirnar sem eftir eru þá myndi hann ná sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hinir fjórir stórmeistararnir gerðu síðan jafntefli í innbyrðisskákum sínum í gær. Helgi Áss við Hannes Hlífar og Guðmundur við Braga. Þessi úrslit voru sem draumur fyrir Jóhann og Hjörvar Stein því að ólíklegt verður að teljast að fjórmenningarnir nái þeim úr þessu. Áttunda og næst síðasta umferð mótsins hefst kl.15.00 í dag og hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is.
Skák Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira