Tökur hafnar á House of the Dragon Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 13:34 HBO Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021 Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021
Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein