Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 15:50 Mikið álag hefur verið á líkbrennslum á Indlandi. AP/Channi Anand Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Í dag var greint frá því að 386,452 hefðu greinst smitaður áðurgengin sólarhring og að 3.498 hefðu dáið. Reuters segir sérfræðinga þó telja að raunverulega talan sé frá fimm til tíu sinnum hærri. Ástandið þykir mjög alvarlegt á Indlandi og hefur það versnað hratt á undanförnum vikum. Skortur er á súrefni, öndunarvélum, lyfjum og öðrum nauðsynjum og ráða sjúkrahús engan veginn við ástandið. Þó nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar virðist smitast auðveldar manna á milli, hefur AP fréttaveitan eftir sérfræðingum að aðrir þættir spili einnig inn í. Stórar hátíðir spili stóra rullu auk almennrar þreytu á félagsforðun og grímuburði. Ekkert ríki heimsins framleiðir meira af bóluefnum en Indland og hafa yfirvöld þar meinað útflutning bóluefna og þeirra efna sem til þarf að framleiða þau. Tveir stærstu framleiðendur landsins voru þó þegar í vandræðum með að auka framleiðslu í meira en 80 milljónir skammta á mánuði. Af 1,4 milljörðum íbúa hafa um 9 prósent fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt Reuters. Nú er skortur á bóluefnum víða í landinu. Ráðmenn í Mumbai hafa tilkynnt að bólusetningarstöðvum verður lokað í þrjá daga. Æðsti embættismaður Delhi hefur sömuleiðis sagt fólki að mæta ekki á morgun, þar sem bóluefni hafi ekki borist. Svipaða sögu er að segja í Karnataka-héraði. Reuters hefur eftir ráðherra þess héraðs að ekki sé vitað hvenær bóluefni myndu berast.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. 30. apríl 2021 07:48
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32
Indverskar bálstofur ráða ekki við álagið Indverskar bálstofur anna ekki eftirspurn vegna versnandi kórónuveirufaraldurs. Tæplega 2.800 létust af völdum veirunnar í landinu í gær. 27. apríl 2021 20:01
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent