Arsenal sótti þrjú stig til Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 14:55 Pierre-Emerick Aubameyang átti fínan leik í dag. EPA-EFE/Lee Smith Arsenal vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mohamed Elneny kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir sendingu Pierre-Emerick Aubameyang. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 er flautað var til hálfleiks. Aubameyang sjálfur bætti við öðru marki Arsenal á 66. mínútu leiksins eftir sendingu Martinelli. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Undir lok leiks fékk Fabian Schar beint rautt spjald í liði Newcastle og enduðu heimamenn því aðeins tíu inn á vellinum. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig en Newcastle er í 17. sæti með 36 stig. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mohamed Elneny kom Arsenal yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir sendingu Pierre-Emerick Aubameyang. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 er flautað var til hálfleiks. Aubameyang sjálfur bætti við öðru marki Arsenal á 66. mínútu leiksins eftir sendingu Martinelli. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Undir lok leiks fékk Fabian Schar beint rautt spjald í liði Newcastle og enduðu heimamenn því aðeins tíu inn á vellinum. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig en Newcastle er í 17. sæti með 36 stig.