„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2021 07:01 Kári Stefánsson segir Íslendinga hafa staðið sig vel í faraldrinum. Stöð 2 Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. „Eitt af því sem kemur fyrst upp í minn huga þegar ég horfi á ástandið í dag er bara hversu vel þetta hefur allt saman gengið frá því að faraldurinn byrjaði. Ef maður horfir til baka þessa rúma 14 til 15 mánuði síðan að pestin kom til Íslands þá höfum við staðið okkur sem þjóð alveg lygilega vel. Það má gagnrýna einstaka ákvarðanir sem voru teknar en í heildina þá hefur þetta þjónað okkur vel. Þetta hefur líklega gengið betur hjá okkur en hjá nokkurri annarri þjóð í kringum okkur,“ sagði Kári í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær. Vægari kröfur taka gildi 1. júní Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní og mun hún þá að óbreyttu falla niður. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þurfa nú að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins en aðrir fara í tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði en áhættumat stjórnvalda mun meðal annars styðjast við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Kári er ósáttur við þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. Vinni að sama markmiði Kári telur skynsamlegt halda núverandi fyrirkomulagi á landamærum til lok júní hið minnsta. „Ég held að bara til þess að vera réttu megin við línuna þá ættum við að halda núverandi aðgerðum svolítið fram í sumarið, þó maður væri ekki að hugsa um neitt annað nema ferðaþjónustuna sem er þessu samfélagi svo mikilvæg,“ sagði Kári og benti á að greinin njóti góðs af því að erlendar þjóðir nái að bólusetja hærra hlutfall íbúa sinna. Hann bætti við að hann telji mikilvægt að fólk átti sig á því þegar kemur að umræðu um landamæratakmarkanir að allir séu að vinna að sama markmiði. „Markmiðið er að komast á þann stað að við getum lifað eðlilegu lífi. Núna þegar við erum að velta því fyrir okkur hvernig eigi að aflétta þessu þá er ekki annars vegar um að ræða hagsmuni ferðaþjónustunnar og hins vegar sóttvarna. Þetta eru sömu hagsmunirnir og akkúrat á þessu augnabliki er ferðaþjónustan sá hluti samfélagsins sem yrði verst úti ef við opnuðum of snemma.“ Óvarlegt að aflétta núna Hér á landi vonast Kári til að það verði búið að bólusetja upp undir 70% þjóðarinnar undir lok júlí. „Þá er bara spurning hvernig á að bólusetja, hvort byrja eigi á þeim elstu eða bólusetja þá sem hreyfa sig sem mest í samfélaginu.“ Íslensk erfðagreining kynnti í síðustu viku nýtt líkan og niðurstöðu rannsóknar sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Benda niðurstöðurnar meðal annars til þess að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þriðju bylgjuna nema búið væri að bólusetja um 70% af þjóðinni. „Að láta sig dreyma um að það sé öruggt af létta af aðgerðum þegar búið er að bólusetja 35% er líklega óvarlegt,“ sagði Kári og vísaði þar til núgildandi afléttingaráætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni er tími kominn á frekari afléttingar á takmörkunum innanlands nú þegar rúmlega 35% einstaklinga fyrir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Breytingarnar eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á stöðu faraldursins. Núgildandi sóttvarnareglur gilda til og með 5. maí en Þórólfur Guðnason skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands í gær. Bjartsýnn á að ríkisstjórnin breyti áætluninni Kári sagði í Víglínunni að sú áætlun sem ríkisstjórnin hafi kynnt sé ekki óskynsamleg miðað við þær upplýsingar og gögn sem lágu fyrir við gerð hennar. Hann hefur fulla trú á því að ríkisstjórnin taki nú mið af niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar og aðlagi áætlun sína að þeim. Samkvæmt rannsókninni væri hægt að draga frekar úr útbreiðslu veirunnar með því að hætta að bólusetja í öfugri aldursröð. Þess í stað ætti að byrja að bólusetja yngra fólk eða taka slembiúrtak og bólusetja fólk að handahófi. „Ég er alveg handviss um að ríkisstjórnin lítur ekki á þessa áætlun sína eins og eitthvað sem er hamrað í stein,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28 Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15 Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Eitt af því sem kemur fyrst upp í minn huga þegar ég horfi á ástandið í dag er bara hversu vel þetta hefur allt saman gengið frá því að faraldurinn byrjaði. Ef maður horfir til baka þessa rúma 14 til 15 mánuði síðan að pestin kom til Íslands þá höfum við staðið okkur sem þjóð alveg lygilega vel. Það má gagnrýna einstaka ákvarðanir sem voru teknar en í heildina þá hefur þetta þjónað okkur vel. Þetta hefur líklega gengið betur hjá okkur en hjá nokkurri annarri þjóð í kringum okkur,“ sagði Kári í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær. Vægari kröfur taka gildi 1. júní Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní og mun hún þá að óbreyttu falla niður. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þurfa nú að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins en aðrir fara í tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði en áhættumat stjórnvalda mun meðal annars styðjast við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Kári er ósáttur við þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. Vinni að sama markmiði Kári telur skynsamlegt halda núverandi fyrirkomulagi á landamærum til lok júní hið minnsta. „Ég held að bara til þess að vera réttu megin við línuna þá ættum við að halda núverandi aðgerðum svolítið fram í sumarið, þó maður væri ekki að hugsa um neitt annað nema ferðaþjónustuna sem er þessu samfélagi svo mikilvæg,“ sagði Kári og benti á að greinin njóti góðs af því að erlendar þjóðir nái að bólusetja hærra hlutfall íbúa sinna. Hann bætti við að hann telji mikilvægt að fólk átti sig á því þegar kemur að umræðu um landamæratakmarkanir að allir séu að vinna að sama markmiði. „Markmiðið er að komast á þann stað að við getum lifað eðlilegu lífi. Núna þegar við erum að velta því fyrir okkur hvernig eigi að aflétta þessu þá er ekki annars vegar um að ræða hagsmuni ferðaþjónustunnar og hins vegar sóttvarna. Þetta eru sömu hagsmunirnir og akkúrat á þessu augnabliki er ferðaþjónustan sá hluti samfélagsins sem yrði verst úti ef við opnuðum of snemma.“ Óvarlegt að aflétta núna Hér á landi vonast Kári til að það verði búið að bólusetja upp undir 70% þjóðarinnar undir lok júlí. „Þá er bara spurning hvernig á að bólusetja, hvort byrja eigi á þeim elstu eða bólusetja þá sem hreyfa sig sem mest í samfélaginu.“ Íslensk erfðagreining kynnti í síðustu viku nýtt líkan og niðurstöðu rannsóknar sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Benda niðurstöðurnar meðal annars til þess að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þriðju bylgjuna nema búið væri að bólusetja um 70% af þjóðinni. „Að láta sig dreyma um að það sé öruggt af létta af aðgerðum þegar búið er að bólusetja 35% er líklega óvarlegt,“ sagði Kári og vísaði þar til núgildandi afléttingaráætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni er tími kominn á frekari afléttingar á takmörkunum innanlands nú þegar rúmlega 35% einstaklinga fyrir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Breytingarnar eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á stöðu faraldursins. Núgildandi sóttvarnareglur gilda til og með 5. maí en Þórólfur Guðnason skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands í gær. Bjartsýnn á að ríkisstjórnin breyti áætluninni Kári sagði í Víglínunni að sú áætlun sem ríkisstjórnin hafi kynnt sé ekki óskynsamleg miðað við þær upplýsingar og gögn sem lágu fyrir við gerð hennar. Hann hefur fulla trú á því að ríkisstjórnin taki nú mið af niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar og aðlagi áætlun sína að þeim. Samkvæmt rannsókninni væri hægt að draga frekar úr útbreiðslu veirunnar með því að hætta að bólusetja í öfugri aldursröð. Þess í stað ætti að byrja að bólusetja yngra fólk eða taka slembiúrtak og bólusetja fólk að handahófi. „Ég er alveg handviss um að ríkisstjórnin lítur ekki á þessa áætlun sína eins og eitthvað sem er hamrað í stein,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28 Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15 Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28
Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15
Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06