Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:47 Srdjan Stojanovic var sakaður um veðmálasvindl eftir leik Þórs Ak. og Njarðvíkur í Domino's deild karla í gær. vísir/bára Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug. Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna. Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna.
Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31