Bill og Melinda Gates skilja Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 20:42 Hjónin Bill og Melinda Gates kynntust hjá Microsoft á sínum tíma, þar sem Melinda var markaðsstjóri. Þau eignuðust þrjú börn en nú skilja leiðir. Getty/Global Citizen Auðkýfingurinn Bill Gates og eiginkona hans Melinda eru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Bill Gates tilkynnti um þetta á Twitter rétt í þessu. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega og unnið mikið í sambandinu, höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar. Síðustu 27 ár höfum við alið upp okkar ótrúlegu börn og byggt upp góðgerðarsjóð sem starfar um allan heim að því að gera fólki kleift að lifa heilbrigðu og árangursríku lífi. Við höfum enn sameiginlega trú á því verkefni og munum halda áfram vinnu okkar hjá sjóðnum, en við teljum ekki lengur að við getum haldið áfram að vaxa sem par í næsta kafla lífs okkar. Við biðjum um pláss og næði fyrir fjölskyldu okkar núna þegar við stígum fyrstu skrefin í nýja lífinu,“ segir í tilkynningu Gates. Hjónin eru bæði enn stjórnarmenn í Bill & Melinda Gates Foundation. Bill steig til hliðar úr stjórn Microsoft í fyrra og var það sagt hafa verið vegna þess að hann vildi einbeita sér að málefnum kórónuveirufaraldursins. Þróun bóluefna hefur verið honum mikið hugðarefni síðustu ár. Melinda og Bill kynntust hjá Microsoft, þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri innan fyrirtækisins. Bill stofnaði tæknifyrirtækið 1975 og er nú metinn á 130 milljarða Bandaríkjadala. Fjárhagsleg útfærsla skilnaðarins liggur enn ekki fyrir. Gates á 1,37% hlut í Microsoft, sem er metinn á meira en 26 milljarða dala. Á sínum tíma tóku hjónin þátt í verkefninu Giving Pledge, sem fól í sér að þau gáfu frá sér meira en helming auðæfa sinna. pic.twitter.com/padmHSgWGc— Bill Gates (@BillGates) May 3, 2021 Bandaríkin Microsoft Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Bill Gates tilkynnti um þetta á Twitter rétt í þessu. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega og unnið mikið í sambandinu, höfum við ákveðið að binda enda á hjónaband okkar. Síðustu 27 ár höfum við alið upp okkar ótrúlegu börn og byggt upp góðgerðarsjóð sem starfar um allan heim að því að gera fólki kleift að lifa heilbrigðu og árangursríku lífi. Við höfum enn sameiginlega trú á því verkefni og munum halda áfram vinnu okkar hjá sjóðnum, en við teljum ekki lengur að við getum haldið áfram að vaxa sem par í næsta kafla lífs okkar. Við biðjum um pláss og næði fyrir fjölskyldu okkar núna þegar við stígum fyrstu skrefin í nýja lífinu,“ segir í tilkynningu Gates. Hjónin eru bæði enn stjórnarmenn í Bill & Melinda Gates Foundation. Bill steig til hliðar úr stjórn Microsoft í fyrra og var það sagt hafa verið vegna þess að hann vildi einbeita sér að málefnum kórónuveirufaraldursins. Þróun bóluefna hefur verið honum mikið hugðarefni síðustu ár. Melinda og Bill kynntust hjá Microsoft, þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri innan fyrirtækisins. Bill stofnaði tæknifyrirtækið 1975 og er nú metinn á 130 milljarða Bandaríkjadala. Fjárhagsleg útfærsla skilnaðarins liggur enn ekki fyrir. Gates á 1,37% hlut í Microsoft, sem er metinn á meira en 26 milljarða dala. Á sínum tíma tóku hjónin þátt í verkefninu Giving Pledge, sem fól í sér að þau gáfu frá sér meira en helming auðæfa sinna. pic.twitter.com/padmHSgWGc— Bill Gates (@BillGates) May 3, 2021
Bandaríkin Microsoft Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira