Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggisbrestsins Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2021 11:27 Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Vísir/Samsett Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild. Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Frá þessu segir á vef Persónuverndar. Þar segir að veikleikinn hafi falist í því að sex stafa kerfisnúmer nemenda hafi verið sýnileg í vefslóð tiltekinnar síðu í Mentor-kerfinu og unnt hefði verið að nálgast þær persónuupplýsingar sem þar var að finna með því einu að breyta tölum í viðkomandi vefslóð. „InfoMentor ehf. gekkst við því að mannleg mistök hefðu orðið til þess að lagfæringu veikleikans hefði ekki verið lokið að fullu, þrátt fyrir að fyrirmæli hefðu verið gefin þar um. Þannig hafði lausn þegar verið þróuð, en ekki innleidd í kerfið fyrr en eftir að fyrirtækinu varð kunnugt um öryggisbrestinn. Taldi Persónuvernd að koma hefði mátt í veg fyrir öryggisbrestinn með fullnægjandi eftirfylgni og prófunum öryggisráðstafana.“ Sendu líka kennitölur barnanna til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að InfoMentor hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga innan Mentor-kerfisins með þeim hætti sem áskilið er persónuverndarlögum. Persónuvernd taldi sömuleiðis að InfoMentor hafi ekki tryggt fullnægjandi öryggi persónuupplýsinga þeirra skráðu einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum öryggisbrestsins þegar fyrirtækið sendi kennitölur hlutaðeigandi einstaklinga í nokkrum tilvikum til rangra skóla og persónuverndarfulltrúa. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Við ákvörðun stjórnvaldssektarinnar var einkum horft til fjölda þeirra skráðu einstaklinga sem öryggisbresturinn hafði áhrif á og sem hefðu getað orðið fyrir áhrifum hans með tilliti til fjölda notenda Mentor-kerfisins. Einnig hafði mikla þýðingu að um var að ræða persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar laga nr. 90/2018 og reglugerðarinnar. Þá taldi Persónuvernd þurfa að gera enn ríkari kröfur en ella til InfoMentors ehf. sem vinnsluaðila í ljósi þess að meginstarfsemi fyrirtækisins felst í þróun og rekstri vefkerfis sem er sérstaklega ætlað fyrir vinnslu persónuupplýsinga um börn. Á hinn bóginn benti ekkert til þess að skráðir einstaklingar hefðu orðið fyrir tjóni vegna öryggisbrestsins, auk þess sem InfoMentor ehf. lagði fram gögn sem sýndu fram á ýmsar ráðstafanir sem fyrirtækið hafði gripið til með það að markmiði að tryggja öryggi persónuupplýsinga í Mentor-kerfinu. Þótti stjórnvaldssektin því hæfilega ákveðin kr. 3.500.000,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira