Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 13:38 Hjálmar Bogi Hafliðason. vísir/Vilhelm Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur. Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“ Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“
Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira