Gyðjan fer úr því að hanna glamúrvörur í að framleiða tæki The House of Beauty 5. maí 2021 08:50 Sigrún Lilja Guðjónsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri líkamsmeðferðarstofunnar The house of Beauty. Líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty fagnar þriggja ára afmæli með glæsilegum tilboðspakka. Stofan er vinsæll viðkomustaður meðal þeirra sem vilja bæta bæði líkamlegt form og heilsu. „Það er svo skemmtilegt hvernig lífið oft breytir um stefnu hjá manni og þróast út í eitthvað dásamlegt eins og líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty er orðin fyrir mér í dag,“ segir Sigrún Lilja, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ung að aldri stofnað íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection og hannað fjöldann allan af vörum sem slógu í gegn bæði hérlendis sem og víða um heim á sínum tíma. Sigrún Lilja er eigandi og framkvæmdastjóri líkamsmeðferðarstofunnar The house of Beauty sem fagnar nú 3 ára afmæli ásamt stækkun og hefur á stuttum tíma orðið vinsæll viðkomustaður á meðal Íslendinga sem vilja bæta bæði líkamlegt form og heilsu. The House of Beauty fagnar 3 ára starfsafmæli með glæsilegum tilboðum. Afmælissprengja vikuna 1.-7. maí „Við fögnuðum 3 ára afmælinu okkar með pompi og prakt laugardaginn 1. maí og settum í loftið afmælissprengju sem verður í loftinu til miðnættis á föstudaginn n.k. 7. maí. Það eru allar meðferðir og makeover pakkar á 30-40 % afslætti á afmælissprengjunni og því hvetjum við áhugasama til að næla sér í meðferðarpakka á þessum ótrúlegu kjörum,“ segir Sigrún Lilja og bendir á að árangur viðskiptavina The House of Beauty hafi vakið talsverða eftirtekt. „Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki að bæta heilsuna sína og auka sjálfstraustið.“ „Það er meira að segja komin beiðni erlendis frá hvort áhugi sé á að færa út kvíarnar og „franchisa“ líkamsmeðferðarstofunni til Bretlands. Við erum að gera eitthvað sem er öðruvísi en gengur og gerist og einfaldlega virkar. Maður veit svo sem aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ég tek fund með þeim í vikunni og sé hvaða hugmyndir eru á borðunum og sé svo til. En ég er nú alveg slök yfir því, fókusinn minn er núna að fullklára stofuna okkar í Fákafeninu en við höfum nú nánast þrefaldað stofuna að stærð og nú er bara verið að klára að leggja lokahönd á að full innrétta. En það er að sjálfsögðu allt opið á meðan,“ Segir Sigrún. Árangurssögur The House of Beauty hlaupa á hundruðum „Við þrýstum ekki á fólk að birta myndirnar sínar og hér fara margir í gegn með glæstan árangur sem aðeins þeir vita af. Það fylgir bara trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt m.v. það sem við sérhæfum okkur í sem eru líkamsmeðferðir. En svo er alltaf sumir sem eru til í að leyfa okkur að birta myndirnar og leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera alla daga og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún. Nýjasta árangurssagan er sem dæmi Kristín Ósk Wium. „Hún var svo mikil dásemd að leyfa okkur að birta myndirnar hennar undir nafni.“ Segir Sigrún. Kristín Ósk náði frábærum árangri. Hér má sá árangursmyndir Kristínar og sögu hennar. „Í janúar var ég algjörlega að gefast upp á sjálfri mér, fannst ég þung bæði andlega og líkamlega. Ég var búin að íhuga allskonar, bæði magaaðgerðir og fitusog. Svo sá ég viðtal við Sigrúnu á visir.is og ákvað að kynna mér meðferðinar sem í boði eru hjá The House Of Beauty. Ég fór í kjölfarið í mælingu og ráðgjöf og keypti mér tíma í Velashape og í Silk - og þá var ekki aftur snúið! Ég fór að fara 2x í viku og eftir 5 vikur voru 37 cm farnir af mér. Það sem þessar meðferðir hafa gefið mér, en á þessum vikum missti ég 10 kg líkamlega - en svo miklu meira andlega. Ég hlakka til þess að mæta í tímana mína, bæði vegna þess að árangurinn hefur verið svo frábær en ekki síður vegna yndislegu stúlknanna sem þarna vinna. Takk fyrir mig - þið losnið aldrei við mig.” - Kristín Wium. „Svona sögur eins og Kristínar eru ástæða þess að við erum alltaf tilbúin að leggja hart að okkur við að aðstoða viðskiptavini að fremsta megni til að ná hámarksárangri. Okkar slagorð er „Þinn árangur er okkar markmið.“ Við viljum að þeir sem koma til okkar nái árangri. Auðvitað er ekki raunhæft að gera þá kröfu að 100% kúnna séu alltaf 100% ánægðir en við erum að ná örugglega alveg 95% ánægju og þá vitum við að við erum að gera eitthvað rétt,“ Segir Sigrún. Þakkar árangurinn frábæru starfsfólki stofunnar „Eftir að hafa verið í rekstri frá því ég var 24 ára þá hefur maður prufað ýmislegt, bæði hvað virkar og virkar ekki. Því tók ég strax þá ákvörðun að vinna yfir batteríinu en ekki inni í fyrirtækinu. Það gefur auga leið að ég myndi ekki eiga mikla orku eftir ef ég væri að gera meðferðir frá morgni til kvölds alla daga og eiga svo eftir að sjá um rekstur, sölu og markaðsmálin líka. Þetta var því ein mikilvægast ákvörðun sem ég hef tekið í þessum rekstri að vinna ekki í fyrirtækinu heldur yfir því. Ég er því ekki mikið á staðnum sjálf, ég kem og fer en ég er svo bara með mína skrifstofu annarsstaðar þar sem mín vinna fer að mestu fram. Maður brennur fljótt upp ef maður ætlar sér að gera allt sjálfur og það bara gengur einfaldlega ekki upp til lengdar,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég er með átta gríðarlega öfluga meðferðaraðila sem stofan okkar væri ekkert án. Ég gæti ekki verið heppnari og þakklátari fyrir starfsfólk stofunnar sem gerir hana að því sem hún er. Ég legg mikið uppúr því að starfsfólkinu líði vel í vinnunni og geri allt sem í mínu valdi stendur til þess. Þegar fólkið er ánægt þá smitar það útfrá sér til viðskiptavinanna sem er mjög mikilvægt í þessu umhverfi, að bæði starfsfólki og viðskiptavinum líði vel. Gott andrúmsloft á stofunni er eitt af mikilvægustu markmiðum The House of Beauty. Mottóið okkar er svolítið „work hard and play hard“ sem ég tel vera mjög gott. Ég reyni að vera dugleg að hrista hópinn saman og gera eitthvað skemmtilegt en svo þess á milli er unnið, og unnið mikið og oft langa daga. Enda hörkuduglegt fólk sem starfar hjá okkur.“ Sigrún fagnaði þriggja ára afmæli stofunnar ásamt öflugum hópi starfsfólks. „Við gerðum nafnlausa þjónustukönnun fyrir stuttu, þar sem við spurðum viðskiptavini hvað mætti betur fara hjá okkur og hvað þeir væru ánægðir með. Við fórum svo yfir það saman með starfsfólkinu á fundi og við nánast bara grétum úr þakklæti yfir umsögnunum sem við fengum. Það var nánast hver einn og einasti sem talaði um hvað það væri einstök orka hjá okkur, hvað starfsfólkið væri yndislegt og hvað fólki liði vel að koma til okkar og þá er sko markmiðinu náð, að fólk sé að koma til að bæta heilsuna og sjálfstraustið og líða vel í leiðinni,“ Segir Sigrún stolt. Undra meðferðin sem er að hjálpa mörgum gigtarsjúklingum „Ein af okkar allra vinsælustu meðferðum er án efa Lipomassage Silkligth. En það er ein öflugasta sogæðameðferð sem þú kemst í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun og staðbundna fitu þá er þetta meðferðin sem mjög margir kjósa að koma í til að halda niðri verkjum t.d. vegna gigtar eða stoðkerfisvandamála. Við fáum marga gigtarsjúklinga til okkar vikulega sem ná að halda niðri verkjum með því að koma í þessa meðferð og sumir geta jafnvel minkað lyf á móti sem er auðvitað alltaf markmiðið. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg. Það skemmtilegasta í þessu öllu saman er að sjá þegar fólk nær bata í heilsunni. Eftir að hafa sjálf misst heilsuna og þurft að berjast fyrir að ná henni aftur þá fyrst gerir maður sér grein fyrir hversu verðmæt heilsan okkar er. Það er því eitt af þessu sem ég brenn fyrir í dag, að leggja mitt af mörkum við að aðstoða fólk við að byggja upp heilsu og þessi meðferð er þar gríðarlega öflugt tæki enda telja jákvæðar reynslusögur í dag örugglega hundruðum,“ Segir Sigrún Lilja. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg Íhugar að sérframleiða sogæðanudd tæki til að anna eftirspurn Við erum með ein allra öflugustu sogæðanuddtæki sem völ er á. Þau heita Lipomassage Silklight og eru algjörlega ein sinnar tegundar og þau öflugustu sem við höfum komist í tæri við til að vinna á bólgum, bjúg og sogæðakerfinu allt í senn. Staðreyndin er sú að þessi tæki eru ekki framleidd lengur með þeirri virkni og sérstöðu sem við byggjum okkar meðferðir á og hafa gefið besta árangurinn. Tækin eru í notkun frá kl. 8 á morgnana til 22 á kvöldin flesta daga og fá mikið og gott viðhald til að þau detti ekki úr umferð en það er auðvitað bara hægt ákveðið lengi og það þarf að hugsa til framtíðar. Því er ég farin að skoða að láta sérframleiða sambærileg tæki erlendis með þeirri öflugu virkni sem við viljum hafa í tækjunum til að halda meðferðunum okkar óbreyttum þegar tími kemur á að endurnýja tækin. Er það ekki bara þannig að ef það er ekki til, þá bara býr maður það bara til?“ Segir Sigrún og hlær. „Bakgrunnurinn minn úr framleiðslu nýtist að sjálfsögðu þarna en hér er maður samt komin á svolítið annað level, í hálfgerða rafeindaverkfræði. Oftar en ekki má sjá mig uppi á stofu skrúfa í sundur tæki og yfirfara og lagfæra. Frekar skondið og allt annað en það sem maður var í, að hanna glamúrvörur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður þarf að hugsa dæmið lengra. Við erum með mörg mismunandi tæki sem eru ný eða nýleg og auðvelt að endurnýja en það er annað mál með þessi tilteknu sogæðanuddtæki. Þau eru í notkun frá morgni til kvölds alla daga án þess að fá varla 5 mín í pásu. Það gefur því auga leið að ef eitt tæki bilar þá er það kostnaðarsamt og auðvitað mikið svekkelsi fyrir kúnnann sem er kannski búin að bíða í nokkrar vikur til að komast að. Því þarf að hugsa dæmið lengra. Ég er því búin að setja mig í samband við framleiðendur erlendis og er að skoða málin fyrir næstu skref," segir Sigrún. Nú er oft nokkra vikna biðtími hjá ykkur í meðferðir, hvernig gengur að anna eftirspurn? „Við vorum að bæta við okkur nýjum meðferðaraðilum sem hafa verið í öflugri þjálfun og hófu störf fyrir helgina. Þá varð mikil gleði að geta opnað fyrir töluvert af lausum tímum. Að auki sem við kláruðum formlega að stækka í síðustu viku líka þannig að nú eru meðferðarrýmin orðin 10 talsins og því getum við orðið annað töluvert meira. Hvernig er best að snúa sér ef maður vill skoða meðferðirnar ykkar betur en veit ekki hvað hentar sér? „Við bjóðum uppá fría mælingu og ráðgjöf hjá meðferðaraðila án allra skuldbindinga sem fer með þér yfir markmiðin þín og aðstoðar við val á prógrammi sem hentar þörfum hvers og eins best. Hér er hægt að bóka frían tíma í mælingu og ráðgjöf á einfaldan hátt. Hér má sjá Instagram The House of Beauty Hér má sjá Facebook síðu The House of Beauty Hér má kynna sér afmælispakkann Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Það er svo skemmtilegt hvernig lífið oft breytir um stefnu hjá manni og þróast út í eitthvað dásamlegt eins og líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty er orðin fyrir mér í dag,“ segir Sigrún Lilja, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ung að aldri stofnað íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection og hannað fjöldann allan af vörum sem slógu í gegn bæði hérlendis sem og víða um heim á sínum tíma. Sigrún Lilja er eigandi og framkvæmdastjóri líkamsmeðferðarstofunnar The house of Beauty sem fagnar nú 3 ára afmæli ásamt stækkun og hefur á stuttum tíma orðið vinsæll viðkomustaður á meðal Íslendinga sem vilja bæta bæði líkamlegt form og heilsu. The House of Beauty fagnar 3 ára starfsafmæli með glæsilegum tilboðum. Afmælissprengja vikuna 1.-7. maí „Við fögnuðum 3 ára afmælinu okkar með pompi og prakt laugardaginn 1. maí og settum í loftið afmælissprengju sem verður í loftinu til miðnættis á föstudaginn n.k. 7. maí. Það eru allar meðferðir og makeover pakkar á 30-40 % afslætti á afmælissprengjunni og því hvetjum við áhugasama til að næla sér í meðferðarpakka á þessum ótrúlegu kjörum,“ segir Sigrún Lilja og bendir á að árangur viðskiptavina The House of Beauty hafi vakið talsverða eftirtekt. „Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki að bæta heilsuna sína og auka sjálfstraustið.“ „Það er meira að segja komin beiðni erlendis frá hvort áhugi sé á að færa út kvíarnar og „franchisa“ líkamsmeðferðarstofunni til Bretlands. Við erum að gera eitthvað sem er öðruvísi en gengur og gerist og einfaldlega virkar. Maður veit svo sem aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ég tek fund með þeim í vikunni og sé hvaða hugmyndir eru á borðunum og sé svo til. En ég er nú alveg slök yfir því, fókusinn minn er núna að fullklára stofuna okkar í Fákafeninu en við höfum nú nánast þrefaldað stofuna að stærð og nú er bara verið að klára að leggja lokahönd á að full innrétta. En það er að sjálfsögðu allt opið á meðan,“ Segir Sigrún. Árangurssögur The House of Beauty hlaupa á hundruðum „Við þrýstum ekki á fólk að birta myndirnar sínar og hér fara margir í gegn með glæstan árangur sem aðeins þeir vita af. Það fylgir bara trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt m.v. það sem við sérhæfum okkur í sem eru líkamsmeðferðir. En svo er alltaf sumir sem eru til í að leyfa okkur að birta myndirnar og leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera alla daga og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún. Nýjasta árangurssagan er sem dæmi Kristín Ósk Wium. „Hún var svo mikil dásemd að leyfa okkur að birta myndirnar hennar undir nafni.“ Segir Sigrún. Kristín Ósk náði frábærum árangri. Hér má sá árangursmyndir Kristínar og sögu hennar. „Í janúar var ég algjörlega að gefast upp á sjálfri mér, fannst ég þung bæði andlega og líkamlega. Ég var búin að íhuga allskonar, bæði magaaðgerðir og fitusog. Svo sá ég viðtal við Sigrúnu á visir.is og ákvað að kynna mér meðferðinar sem í boði eru hjá The House Of Beauty. Ég fór í kjölfarið í mælingu og ráðgjöf og keypti mér tíma í Velashape og í Silk - og þá var ekki aftur snúið! Ég fór að fara 2x í viku og eftir 5 vikur voru 37 cm farnir af mér. Það sem þessar meðferðir hafa gefið mér, en á þessum vikum missti ég 10 kg líkamlega - en svo miklu meira andlega. Ég hlakka til þess að mæta í tímana mína, bæði vegna þess að árangurinn hefur verið svo frábær en ekki síður vegna yndislegu stúlknanna sem þarna vinna. Takk fyrir mig - þið losnið aldrei við mig.” - Kristín Wium. „Svona sögur eins og Kristínar eru ástæða þess að við erum alltaf tilbúin að leggja hart að okkur við að aðstoða viðskiptavini að fremsta megni til að ná hámarksárangri. Okkar slagorð er „Þinn árangur er okkar markmið.“ Við viljum að þeir sem koma til okkar nái árangri. Auðvitað er ekki raunhæft að gera þá kröfu að 100% kúnna séu alltaf 100% ánægðir en við erum að ná örugglega alveg 95% ánægju og þá vitum við að við erum að gera eitthvað rétt,“ Segir Sigrún. Þakkar árangurinn frábæru starfsfólki stofunnar „Eftir að hafa verið í rekstri frá því ég var 24 ára þá hefur maður prufað ýmislegt, bæði hvað virkar og virkar ekki. Því tók ég strax þá ákvörðun að vinna yfir batteríinu en ekki inni í fyrirtækinu. Það gefur auga leið að ég myndi ekki eiga mikla orku eftir ef ég væri að gera meðferðir frá morgni til kvölds alla daga og eiga svo eftir að sjá um rekstur, sölu og markaðsmálin líka. Þetta var því ein mikilvægast ákvörðun sem ég hef tekið í þessum rekstri að vinna ekki í fyrirtækinu heldur yfir því. Ég er því ekki mikið á staðnum sjálf, ég kem og fer en ég er svo bara með mína skrifstofu annarsstaðar þar sem mín vinna fer að mestu fram. Maður brennur fljótt upp ef maður ætlar sér að gera allt sjálfur og það bara gengur einfaldlega ekki upp til lengdar,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég er með átta gríðarlega öfluga meðferðaraðila sem stofan okkar væri ekkert án. Ég gæti ekki verið heppnari og þakklátari fyrir starfsfólk stofunnar sem gerir hana að því sem hún er. Ég legg mikið uppúr því að starfsfólkinu líði vel í vinnunni og geri allt sem í mínu valdi stendur til þess. Þegar fólkið er ánægt þá smitar það útfrá sér til viðskiptavinanna sem er mjög mikilvægt í þessu umhverfi, að bæði starfsfólki og viðskiptavinum líði vel. Gott andrúmsloft á stofunni er eitt af mikilvægustu markmiðum The House of Beauty. Mottóið okkar er svolítið „work hard and play hard“ sem ég tel vera mjög gott. Ég reyni að vera dugleg að hrista hópinn saman og gera eitthvað skemmtilegt en svo þess á milli er unnið, og unnið mikið og oft langa daga. Enda hörkuduglegt fólk sem starfar hjá okkur.“ Sigrún fagnaði þriggja ára afmæli stofunnar ásamt öflugum hópi starfsfólks. „Við gerðum nafnlausa þjónustukönnun fyrir stuttu, þar sem við spurðum viðskiptavini hvað mætti betur fara hjá okkur og hvað þeir væru ánægðir með. Við fórum svo yfir það saman með starfsfólkinu á fundi og við nánast bara grétum úr þakklæti yfir umsögnunum sem við fengum. Það var nánast hver einn og einasti sem talaði um hvað það væri einstök orka hjá okkur, hvað starfsfólkið væri yndislegt og hvað fólki liði vel að koma til okkar og þá er sko markmiðinu náð, að fólk sé að koma til að bæta heilsuna og sjálfstraustið og líða vel í leiðinni,“ Segir Sigrún stolt. Undra meðferðin sem er að hjálpa mörgum gigtarsjúklingum „Ein af okkar allra vinsælustu meðferðum er án efa Lipomassage Silkligth. En það er ein öflugasta sogæðameðferð sem þú kemst í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun og staðbundna fitu þá er þetta meðferðin sem mjög margir kjósa að koma í til að halda niðri verkjum t.d. vegna gigtar eða stoðkerfisvandamála. Við fáum marga gigtarsjúklinga til okkar vikulega sem ná að halda niðri verkjum með því að koma í þessa meðferð og sumir geta jafnvel minkað lyf á móti sem er auðvitað alltaf markmiðið. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg. Það skemmtilegasta í þessu öllu saman er að sjá þegar fólk nær bata í heilsunni. Eftir að hafa sjálf misst heilsuna og þurft að berjast fyrir að ná henni aftur þá fyrst gerir maður sér grein fyrir hversu verðmæt heilsan okkar er. Það er því eitt af þessu sem ég brenn fyrir í dag, að leggja mitt af mörkum við að aðstoða fólk við að byggja upp heilsu og þessi meðferð er þar gríðarlega öflugt tæki enda telja jákvæðar reynslusögur í dag örugglega hundruðum,“ Segir Sigrún Lilja. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg Íhugar að sérframleiða sogæðanudd tæki til að anna eftirspurn Við erum með ein allra öflugustu sogæðanuddtæki sem völ er á. Þau heita Lipomassage Silklight og eru algjörlega ein sinnar tegundar og þau öflugustu sem við höfum komist í tæri við til að vinna á bólgum, bjúg og sogæðakerfinu allt í senn. Staðreyndin er sú að þessi tæki eru ekki framleidd lengur með þeirri virkni og sérstöðu sem við byggjum okkar meðferðir á og hafa gefið besta árangurinn. Tækin eru í notkun frá kl. 8 á morgnana til 22 á kvöldin flesta daga og fá mikið og gott viðhald til að þau detti ekki úr umferð en það er auðvitað bara hægt ákveðið lengi og það þarf að hugsa til framtíðar. Því er ég farin að skoða að láta sérframleiða sambærileg tæki erlendis með þeirri öflugu virkni sem við viljum hafa í tækjunum til að halda meðferðunum okkar óbreyttum þegar tími kemur á að endurnýja tækin. Er það ekki bara þannig að ef það er ekki til, þá bara býr maður það bara til?“ Segir Sigrún og hlær. „Bakgrunnurinn minn úr framleiðslu nýtist að sjálfsögðu þarna en hér er maður samt komin á svolítið annað level, í hálfgerða rafeindaverkfræði. Oftar en ekki má sjá mig uppi á stofu skrúfa í sundur tæki og yfirfara og lagfæra. Frekar skondið og allt annað en það sem maður var í, að hanna glamúrvörur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður þarf að hugsa dæmið lengra. Við erum með mörg mismunandi tæki sem eru ný eða nýleg og auðvelt að endurnýja en það er annað mál með þessi tilteknu sogæðanuddtæki. Þau eru í notkun frá morgni til kvölds alla daga án þess að fá varla 5 mín í pásu. Það gefur því auga leið að ef eitt tæki bilar þá er það kostnaðarsamt og auðvitað mikið svekkelsi fyrir kúnnann sem er kannski búin að bíða í nokkrar vikur til að komast að. Því þarf að hugsa dæmið lengra. Ég er því búin að setja mig í samband við framleiðendur erlendis og er að skoða málin fyrir næstu skref," segir Sigrún. Nú er oft nokkra vikna biðtími hjá ykkur í meðferðir, hvernig gengur að anna eftirspurn? „Við vorum að bæta við okkur nýjum meðferðaraðilum sem hafa verið í öflugri þjálfun og hófu störf fyrir helgina. Þá varð mikil gleði að geta opnað fyrir töluvert af lausum tímum. Að auki sem við kláruðum formlega að stækka í síðustu viku líka þannig að nú eru meðferðarrýmin orðin 10 talsins og því getum við orðið annað töluvert meira. Hvernig er best að snúa sér ef maður vill skoða meðferðirnar ykkar betur en veit ekki hvað hentar sér? „Við bjóðum uppá fría mælingu og ráðgjöf hjá meðferðaraðila án allra skuldbindinga sem fer með þér yfir markmiðin þín og aðstoðar við val á prógrammi sem hentar þörfum hvers og eins best. Hér er hægt að bóka frían tíma í mælingu og ráðgjöf á einfaldan hátt. Hér má sjá Instagram The House of Beauty Hér má sjá Facebook síðu The House of Beauty Hér má kynna sér afmælispakkann
„Í janúar var ég algjörlega að gefast upp á sjálfri mér, fannst ég þung bæði andlega og líkamlega. Ég var búin að íhuga allskonar, bæði magaaðgerðir og fitusog. Svo sá ég viðtal við Sigrúnu á visir.is og ákvað að kynna mér meðferðinar sem í boði eru hjá The House Of Beauty. Ég fór í kjölfarið í mælingu og ráðgjöf og keypti mér tíma í Velashape og í Silk - og þá var ekki aftur snúið! Ég fór að fara 2x í viku og eftir 5 vikur voru 37 cm farnir af mér. Það sem þessar meðferðir hafa gefið mér, en á þessum vikum missti ég 10 kg líkamlega - en svo miklu meira andlega. Ég hlakka til þess að mæta í tímana mína, bæði vegna þess að árangurinn hefur verið svo frábær en ekki síður vegna yndislegu stúlknanna sem þarna vinna. Takk fyrir mig - þið losnið aldrei við mig.” - Kristín Wium.
Hér er hægt að bóka frían tíma í mælingu og ráðgjöf á einfaldan hátt. Hér má sjá Instagram The House of Beauty Hér má sjá Facebook síðu The House of Beauty Hér má kynna sér afmælispakkann
Heilsa Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira