Íslenski boltinn

Berg­lind í Ár­bæinn og Guð­ný á Suður­landið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Baldursdóttir í leik með Þór/KA síðasta sumar.
Berglind Baldursdóttir í leik með Þór/KA síðasta sumar. Vísir/Vilhelm

Fylkir og Selfoss hafa sótt liðsstyrk stundarfjórðungi áður en Pepsi Max-deild kvenna fer af stað.

Berglind Baldursdóttir er gengin til liðs við Fylki á láni frá Þór/KA. Berglind er uppalin á Akureyri en lék átta leiki með Breiðablik í efstu deild áður en hún gekk til liðs við Þór/KA fyrir síðustu leiktíð.

Þá hefur hún leikið með Haukum og Augnablik á láni. Berglind lék alls 16 leiki með Þór/KA í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. Hún er komin með leikheimild og gæti verið í leikmannahóp Fylkis sem mætir Breiðabliki í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir er komin með leikheimild á Selfossi og mun leika með liðinu framan af sumri. Hún kemur einnig á láni vegna meiðsla Anke Preuss sem átti verja mark Selfyssinga í sumar.

Hin 23 ára gamla Guðný hefur leikið 23 leiki í efstu deild til þessa.

Fylki er spáð 3. sæti af íþróttadeild Vísis á meðan Selfyssingum er spáð 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×