Skreytum hús: „Mér finnst stofan hafa stækkað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Nýtt parket, nýr litur á veggina og ljósar gardínur gjörbreyttu stofu Valgerðar Helgu og gerðu hana mun bjartari. Samsett „Mér finnst svo gaman af öllu sem þú ert með uppi á veggjum, sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún heimsótti Valgerði Helgu fyrst. Í nýjasta þættinum af Skreytum hús tekur Soffía Dögg í gegn stofu á skrautlegu og skemmtilegu heimili í Reykjavík. Það átti að skipta út öllu. Stofan fyrir breytingunaSkreytum hús „Skipta um gólfefni, mála, skipta um gardínur. Mér vantar bara að fríska upp á,“ sagði Helga um það sem Soffía Dögg mátti gera í rýminu. „Allt út og allt inn,“ var svarið sem hún fékk við því frá þáttastjórnandanum. Valgerður Helga vildi einfaldlega byrja upp á nýtt og skipta út nánast öllum húsgögnunum. Stofan fyrir breytinguna.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Stofa á Skúlagötunni Kominn tími á breytingu „Stofan er búin að vera eins í níu ár og það er alveg komin tími á að breyta,“ sagði Valgerður Helga áður en farið var af stað í framkvæmdirnar. „Ég mála einhvern veginn alltaf allt hvítt en ég er alveg opin fyrir öllu.“ Hún vildi notalegan lit á rýmið en ekki of dökkan. Nýr litur á veggina gerði mikla breytingu og passaði líka vel við nýja gólfefnið. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Það munar svo ótrúlega miklu að fá þetta ljósa og fallega parket inn, það stækkar rýmið bara um helming.“ Svo þurfti að finna nýjan sófa sem passaði inn í þessa gjörbreyttu stofu. Soffía Dögg notaði baðmottur í bakið á skápnum og bæsaði þær svo litatónninn passaði inn í rýmið.Skreytum hús Soffía Dögg leyfði öllum mununum hennar Valgerðar Helgu að njóta sín í hillum í stofunni og gerði það stofuna persónulegri um leið. Svo gerði hún skemmtilegar breytingar á sjónvarpsskenk og glerskáp með því að setja hlýlegan við á þessi svörtu húsgögn. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna. „Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað.“ Soffía Dögg segir að það hafi verið gaman að fá traust til að koma húseiganda svona á óvart, sérstaklega þar sem hún hafi verið óhrædd við að láta ýta sér út fyrir þægindarammann. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Hús og heimili Skreytum hús Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í nýjasta þættinum af Skreytum hús tekur Soffía Dögg í gegn stofu á skrautlegu og skemmtilegu heimili í Reykjavík. Það átti að skipta út öllu. Stofan fyrir breytingunaSkreytum hús „Skipta um gólfefni, mála, skipta um gardínur. Mér vantar bara að fríska upp á,“ sagði Helga um það sem Soffía Dögg mátti gera í rýminu. „Allt út og allt inn,“ var svarið sem hún fékk við því frá þáttastjórnandanum. Valgerður Helga vildi einfaldlega byrja upp á nýtt og skipta út nánast öllum húsgögnunum. Stofan fyrir breytinguna.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Stofa á Skúlagötunni Kominn tími á breytingu „Stofan er búin að vera eins í níu ár og það er alveg komin tími á að breyta,“ sagði Valgerður Helga áður en farið var af stað í framkvæmdirnar. „Ég mála einhvern veginn alltaf allt hvítt en ég er alveg opin fyrir öllu.“ Hún vildi notalegan lit á rýmið en ekki of dökkan. Nýr litur á veggina gerði mikla breytingu og passaði líka vel við nýja gólfefnið. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Það munar svo ótrúlega miklu að fá þetta ljósa og fallega parket inn, það stækkar rýmið bara um helming.“ Svo þurfti að finna nýjan sófa sem passaði inn í þessa gjörbreyttu stofu. Soffía Dögg notaði baðmottur í bakið á skápnum og bæsaði þær svo litatónninn passaði inn í rýmið.Skreytum hús Soffía Dögg leyfði öllum mununum hennar Valgerðar Helgu að njóta sín í hillum í stofunni og gerði það stofuna persónulegri um leið. Svo gerði hún skemmtilegar breytingar á sjónvarpsskenk og glerskáp með því að setja hlýlegan við á þessi svörtu húsgögn. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna. „Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað.“ Soffía Dögg segir að það hafi verið gaman að fá traust til að koma húseiganda svona á óvart, sérstaklega þar sem hún hafi verið óhrædd við að láta ýta sér út fyrir þægindarammann. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Hús og heimili Skreytum hús Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00
Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31
Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25
Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00