Berglind sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2021 07:02 Berglind fer yfir lífið í samtali við Snæbjörn. Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysi vinsælu uppskriftasíðu Gulur, rauður, grænn & salt. Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira