Berglind sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2021 07:02 Berglind fer yfir lífið í samtali við Snæbjörn. Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysi vinsælu uppskriftasíðu Gulur, rauður, grænn & salt. Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Síðuna hefur hún rekið í nær tíu ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað landanum að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera Gulur, rauður, grænn & salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar Aldrei ein. Berglind er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum ræðir Snæbjörn við hana um þá ákvörðun að giftast sjálfri sér. Eitt sinn ákvað Berglind í hálfgerðu gríni að giftast sjálfri sér eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hún myndi nokkurn tímann gifta sig aftur, fráskilin konan. Það var síðan á ferðalagi í Sikiley árið 2019 að henni dettur í hug að giftast sjálfri sér því þar var allt svo brúðkaupslegt. Þar græddi hún aukadag og tók þá ákvörðun að giftast sjálfri sér í alvöru. Hún fór með heit til sjálfrar síns og ákvað þann dag að velja sjálfa sig. Henni þótti þetta hálf vandræðalegt í upphafi en hefur þó aldrei beðist afsökunar á þessari ákvörðun né slegið henni upp í grín. Út frá því bjó hún til þættina Aldrei ein sem voru teknir upp í Sikiley. „Ég fer til Sikileyjar og er þá að flakka um eyjuna og áður en ég fer til Salina þar sem brúðkaupi á sér stað þá er sonur minn búinn að spyrja mig hvort ég ætli að giftast einhver tímann aftur. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja en svara honum, kannski að ég giftist bara sjálfri mér,“ segir Berglind og heldur áfram. „Þaðan kemur þetta fyrst og honum finnst þetta mjög vandræðalegt. En ég þarf síðan að vera einum degi lengur í þessari ferð og þá var bara að vera segja mér, að ég yrði að giftast sjálfri mér. Þetta var þriggja vikna ferð og það eru ekki allir sem geta verið einir með sjálfum sér í þennan tíma.“ Berglind fer ítarlega yfir þessa sögu hér að neðan. Klippa: Sér ekki eftir þeirri ákvörðun að giftast sjálfri sér Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög