Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:00 Eldflauginni var skotið á loft á dögunum og flutti hún fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á braut um jörðu. AP/Ju Zhenhua Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi. Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi.
Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira